Gagnrýnir hin Norðurlöndin

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs.
Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. mbl.is/Brynjar Gauti

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, gagnrýnir í samtali við finnska útvarpið, að Norðurlöndin skyldu ekki á fundum í Helsinki í byrjun vikunnar hafa komið sér saman um raunhæfa áætlun um aðstoð við Íslendinga.  

Sænska fréttastofan TT vísar í viðtal, sem finnska útvarpið Yle átti við Gahr Støre. Þar sagði norski utanríkisráðherrann, að Ísland bæri vissulega ábyrgð á því hvernig mæta eigi fjármálakreppunni. „En þegar norrænt bræðraland lendir í erfiðleikum eigum við að taka höndum saman," segir hann. 

Á fundum norrænu forsætisráðherranna í Helsinki var ákveðið að setja á stofn embættismannahóp undir forustu Svía til að fylgjast með þróun mála á Íslandi, framvindu samkomulags Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins við Ísland og hvernig Norðurlöndin gætu haft aðkomu að því máli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert