Mótmæli vekja athygli

Mótmælaaðgerðir á Austurvelli í gær, þar sem þess var krafist að íslenska ríkisstjórnin segði af sér, hafa vakið athygli víða í Evrópu. Reutersfréttastofan hefur m.a. sent út frétt um mótmælin þar sem segir að yfir þúsund Íslendingar hafi gengið að þinghúsinu til að láta óánægju sína í ljós.

Fjölmiðlar um allan heim hafa að undanförnu sagt frá ástandinu á Íslandi eftir að viðskiptabankarnir þrír féllu og einnig hefur víða verið sagt frá deilum Íslendinga og Breta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert