Kosningar væru glapræði

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir að það væri glapræði að ráðast í kosningar á þessum tímapunkti. Sjálfstæðismenn séu að takast á við erfið verkefni og séu óhræddir við það. Hann segist þó bera fullt traust til  Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar þrátt fyrir að þau vilji að kosið verði að nýju. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki ráðast I kosningar núna. Hún segir að sér finnist rangt að ráðherrar í ríkisstjórn setji fram þessar skoðanir núna. Ef að þeir séu að íhuga að hlaupa frá hálfkláruðu verki sé það mjög ábyrgðarlaust.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert