Geir: Tel mig ekki ábyrgan

Geir H. Haarde, forsætisráðherra á Alþingi
Geir H. Haarde, forsætisráðherra á Alþingi mbl.is/Ómar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands, vísar á bug kröfum um að hann segi af sér í viðtali við AP- fréttastofuna í dag en þar er greint frá því að mótmælasamkoma fari nú fram í Reykjavík áttundu helgina í röð.

Í viðtalinu vísar Geir því á bug að kenna megi yfirvöldum um hrun bankanna og það ástand sem af því hafi leitt. “Ég tel mig ekki persónulega ábyrgan,” segir hann. “’Ég get ekki tekið ábyrgð á framferði bankamanna." 

Þá segir hann rannsókn vera í undirbúningi sem miða muni að því að kanna hvort glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. „Hafi fólk brotið lög verður það að sjálfsögðu sótt til saka,” segir hann.

Í viðtalinu boðar hann mikla erfiðleika í íslensku efnahagslífi á næsta ári. „Ég held það sé óumflýjanlegt að þjóðarframleiðsla muni dragast mikið saman, að það mun verða samdráttur í orkuöflun og atvinnuleysi aukast," segir hann. „Ég get skilið að fólk sé reitt og óttaslegið vegna þess ástands sem hér hefur skapast en út frá mínum bæjardyrum séð þá er aðalviðfangsefni mitt og það mest krefjandi að leiða þjóðina í gegn um þessa erfiðleika.”

Í viðtalinu segir hann þann stuðning sem stjórn hann fékk er vantrauststillaga var borin upp á Alþingi í síðustu viku sýna svart á hvítu að hann hafi unboð til þess.

„Við erum orðin vön mjög miklum þægindum en verðum nú að laða okkur að minnkandi lífsgæðum sem munu færa okkur u.þ.m. fimm ár aftur í tímann. Ég held við höfum hins vegar allar forsendur til að vinna okkur út úr þessum erfiðleikum og auka þjóðarframleiðslu á ný. Ég held að þegar við verðum komin í gegn um næsta ár og ínn í árið 2010 muni útlitið verða mun bjartara, með aukinum hagvexti og minna atvinnuleysi. Það mun hins vegar taka tíma"

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert