Mótmælin áttu að vera friðsamleg

mbl.is/Júlíus

Víða sást fólk á Austurvelli með þrútin augu af völdum piparúða lögreglunnar, að sögn eins mótmælanda sem mbl.is ræddi við. Hann segir mótmælendur í fordyri Hótels Borgar hafa reynt að gefa til kynna að mótmælin væru friðsamleg áður en lögreglan beitti úðanum.

Hann segir að í fyrstu hafi starfsmenn Stöðvar 2 og hótelsins tekið á móti mótmælendunum í fordyrinu en stuttu síðar hafi lögreglan tekið við og hótað að beita piparúðanum. „Fólk skiptist á að rétta upp hendur og gefa til kynna að þetta væru friðsamleg mótmæli og markmiðið væri að fá ríkisstjórnina til að víkja og stöðva útsendinguna. Svo kom skipun um að fólk ætti að fara út, annars yrði táragasi beitt. Fólk neitaði að fara út og bjó til mannlega keðju. Þá byrjaði lögreglan að beita gasi.“

Mótmælandinn segir að á endanum hafi allir verið komnir út og margir í porti við hótelið og Pósthússtræti. „Þar var pínu skeytingur milli lögreglu og mótmælenda, aðallega í orðum. Svo gáfu þeir sömu skipun að yfirgefa staðinn, annars yrði táragasi beitt. Þá kom seinni gusan.“

mbl.is/Júlíus
mbl.is/Júlíus
mbl.is/Júlíus
Hlúð að mótmælendum.
Hlúð að mótmælendum. mbl.is/Júlíus
Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótels Borgar.
Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótels Borgar. mbl.is/Júlíus
Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótel Borgar.
Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótel Borgar. Morgunblaðið/Júlíus
mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert