Skýrt umboð aðalatriðið

Frá fundi Framsóknarmanna í Alþingishúsinu í kvöld.
Frá fundi Framsóknarmanna í Alþingishúsinu í kvöld. Árni Sæberg

„Nú bíðum við eftir því að Vinstri græn og Samfylkingin komi sér saman um atriði sem við getum svo metið. Aðalatriðið er að ný ríkisstjórn hafi skýrt umboð til ákveðinna verka áður en kosið er,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fundi þingflokks Framsóknarflokksins var að ljúka.

Fundinn sátu Sigmundur Davíð og helstu starfsmenn flokksins. Sigmundur Davíð segir ekki ljóst enn hvaða skilyrði flokkurinn setur fyrir því að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar falli.

Sigmundur Davíð segir að Framsóknarflokkurinn muni bregðast við þeim atriðum sem Vinstri græn og Samfylkingin komi sér saman um. „Við viljum að einblínt verði á það að grípa til róttækra aðgerða fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Það er mikil þörf á því. Ég get ekki svarað því hvernig þær verða nákvæmlega, þar sem endanleg niðurstaða um stjórnarmyndun liggur ekki fyrir. En það þarf að nýta tímann vel og hafa hraðar hendur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert