Vilhjálmur leiðir endurreisnarnefnd

VIlhjálmur Egilsson
VIlhjálmur Egilsson

Ákveðið hefur verið að Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins leiði starfshóp innan Sjálfstæðisflokksins sem móti tillögur um endurreisn íslensks atvinnulífs. Tillögurnar verða lagðar fyrir næsta landsfund flokksins.

Þetta kom fram á fundi sjálfstæðismanna á Grand hótel. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi á fundinum um flokksstarfið framundan. Hann sagði að sjálfstæðismenn hefðu reiknað með að Evrópumálin yrðu stærst mál landsfundarins. Margt benti hins vegar til að það verði að nokkru leyti lagt til hliðar. Meginverkefni landsfundarins væri að móta stefnu fyrir næstu kosningar og kjósa nýja forystu. Flokkurinn yrði eftir sem áður að álykta um Evrópumálin. Hann skoraði á flokksmenn að fylkja sér að baki nýrri forystu. Mikilvægt að flokksmenn stæðu einhuga að baki formanni sínum.

Geir sagði á fundinum að nauðsynlegt væri að draga úr kostnaði við prófkjör sem fram færu á vegum flokksins. Helst ætti enginn frambjóðandi eyði meiru en helming af þeirri upphæð sem nefnd er í nýjum lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert