Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús

Áform um Tónlistarhús kynnt á blaðamannafundi í dag
Áform um Tónlistarhús kynnt á blaðamannafundi í dag mbl.is/ Kristinn

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um framkvæmdir við Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfnina í Reykjavík.

Menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg eru sammála um mikilvægi þess að framkvæmdum við húsið verði fram haldið.

Austurhöfn-TR ehf., félag í eigu ríkis og borgar, mun taka verkefnið yfir.  Miðast allar áætlanir við að ekki þurfi að koma til aukin framlög ríkis og borgar frá því sem ákveðið var á árinu 2004 þegar framkvæmdir og rekstur tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar voru boðin út. Næstu mánuðir verða nýttir til að uppfæra verkáætlanir, endurmeta og kostnaðargreina hönnun og útfærslur tónlistar- og ráðstefnuhússins og leita hagkvæmari leiða en gert var ráð fyrir í upphafi. Verktíminn verður lengdur og er stefnt að töluverðum sparnaði í framkvæmdum við húsið og innréttingar.

Allir fyrirliggjandi samningar við verktaka og birgja  verða rýndir sérstaklega með það að markmiði að ná fram enn frekari hagræðingu og lægra verði auk þess sem lánskjör verða skoðuð sérstaklega til að ná hagstæðustu lánskjörum sem möguleg eru. Stefnt er að því að innlendir starfskraftar komi að framkvæmdinni hvenær sem því verður við komið. Kostnaður við að ljúka byggingunni er 13,3 milljarðar króna. Allt að 600 störf skapast vegna framkvæmdarinnar, þar af 200 til 300 á verkstað.

Verklok eru áætluð í janúar 2011 og stefnt er að því að taka húsið í notkun vorið 2011.

Menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg skuldbinda sig til þess að tryggja að uppbygging á öðrum reitum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið verði flýtt og allra leiða verði leitað til þess að tryggja blómlegt atvinnulíf í næsta nágrenni. Austurhöfn-TR ehf. og dótturfélög þess munu vinna með skipulagsyfirvöldum borgarinnar að áframhaldandi þróun svæðisins og aðlögun þess að nærliggjandi uppbyggingarsvæðum. Aðilar eru sammála um að þetta svæði njóti sérstöðu sem lykilsvæði í miðborg Reykjavíkur. Ríkið mun skoða fýsileika þess að á svæðinu rísi opinberar byggingar sem styrkt geta stöðu svæðisins og falli að markmiðum skipulagsyfirvalda. Reykjavíkurborg stefnir auk þess að uppbyggingu hafnaraðstöðu fyrir skemmtiferðarskip sem tengjast mun svæðinu.  

Þótt Austurhöfn-TR ehf. leysi til sín byggingu mannvirkisins er gert ráð fyrir að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða. Austurhöfn-TR ehf. og dótturfélög þess munu vinna að heildaruppbyggingu alls svæðisins með það að markmiði að tryggja rekstrargrundvöll tónlistar- og ráðstefnuhússins og að öflug ferðaþjónusta og önnur atvinnustarfsemi geti náð fótfestu á þessu svæði. Mikilvægt er að skipan í stjórn Austurhafnar-TR ehf. og dótturfélaga þess taki mið af þessum breyttu forsendum verkefnisins. Eignarhald og rekstraraðkoma  ríkis og borgar verða endurskoðuð eftir því sem aðstæður í efnahagslífi taka breytingum.

Markmið ríkis og Reykjavíkurborgar með byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar eru metnaðarfull og enn í fullu gildi.  Þau eru að skapa sterka menningarlega ímynd; sterkt kennileiti og aðstöðu á heimsvísu sem beinir sjónum að Reykjavík og Íslandi og styrkir stöðu landsins í alþjóðlegri samkeppni á sviði menningarstarfsemi og ferðaþjónustu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra-hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »
Múrverk
Múrverk...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...