Eftirlitsmenn fari til Íslands

Sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem var hér á landi fyrr í mánuðinum, mælir með því í skýrslu sinni að stofnunin sendi eftirlitsmenn til að fylgjast með alþingiskosningunum hér á landi 25. apríl.

Í skýrslunni segir að þau mál, sem helst þurfi að gæta að séu kosningalöggjöfin og hugsanlegar breytingar á henni, þ.e. persónukjör, einnig er fjallað um utankjörstaðaatkvæðagreiðslu, misjafnt vægi atkvæða og fjölmiðla og eignarhald á þeim.

Loks er fjallað um aðgang eftirlitsmanna, innlendra sem erlendra, sagt að reglur um hann virðist ekki vera algerlega í samræmi við samþykktir ÖSE frá 1990.

Sagt er í skýrslunni að rætt hafi verið hvort þingið mætti halda áfram störfum eftir að búið væri að leysa það upp. „Tekið er fram í stjórnarskránni að umboð þingmanna sé gilt fram að kjördegi. Sumir flokkarnir álíta að með þetta ákvæði í huga eigi þingið að halda áfram að starfa eins lengi og hægt er til þess að taka á efnahagsvandanum.“

Sagt er að talsmenn nýrra framboða hafi bent á að stuttur fyrirvari geri þeim erfiðara um vik en stóru flokkunum að skipuleggja sig og heyja baráttu sína. En almenningur virðist almennt treysta því að framkvæmd kosninga á Íslandi sé trúverðug. Lagaumhverfið virðist vera með hætti að það ýti undir lýðræðislega framkvæmd kosninga.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert