Lífeyrisréttindi skerðast til framtíðar

mbl.is

Meðalraunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða hefur verið um 1,7% á ári undanfarin fimm ár. Miðað er við að raunávöxtun verði að vera að minnsta kosti 3,5% á ári til að sjóðirnir geti staðið undir skuldbindingum sínum.

Pétur H. Blöndal alþingismaður segir að sumir sjóðir muni óumflýjanlega þurfa að skerða réttindi sjóðfélaga til framtíðar. „Hugsanlega er rétt að bíða með skerðingu í stuttan tíma, eitt ár eða svo, á meðan óvissa ríkir um virði eigna.“ Pétur segir að ef ákveðnir sjóðir skerði ekki lífeyrisréttindi núna verði þeir að skerða þau síðar. „Í raun er því verið að velta vandanum yfir á komandi kynslóðir með því að fresta skerðingu réttinda.“

Lífeyrissjóðirnir höfðu margir fjárfest í skuldabréfum gefnum út af viðskiptabönkunum þremur og öðrum stórfyrirtækjum, en skuldabréfin eru mörg lítils eða einskis virði nú.

Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs, segir að sú ákvörðun íslenska ríkisins að tryggja, með setningu neyðarlaganna, innistæður í bönkum og breyta þar með eftir á kröfuröðinni hafi haft mikil áhrif á verðmæti skuldabréfa bankanna. „Ríkið kaus þannig að vernda ákveðna tegund af valfrjálsum sparnaði, meðal annars á kostnað þess lögskyldaða sparnaðar sem lífeyrissjóðirnir eru. Athugandi er hvort ekki eigi að láta reyna á réttmæti þessara laga,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert