Sér ekki á svörtu

Frá fundi Alþingis í kvöld.
Frá fundi Alþingis í kvöld. mbl.is/Kristinn

Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki styðja stjórnarfrumvarp um aukin gjaldeyrishöft en flokkurinn mun heldur ekki standa í vegi fyrir samþykkt þess síðar í kvöld. Framsóknarflokkurinn styður málið í ljósi þess að það muni væntanlega leiða til þess að gengi krónunnar styrkist.

Efnahags- og skattanefnd Alþingis afgreiddi frumvarpið frá sér í kvöld og leggur til smávægilegar breytingar á því.  

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði þegar frumvarpið var tekið til annarrar umræðu á þingfundi, að það hefði verið samdóma álit þeirra, sem komu á fund nefndarinnar í kvöld, að í raun sjái ekki á svörtu. Það sé vont að vera með gjaldeyrishöft en fyrst að þau haldi ekki megi fallast á að frumvarpið geti að einhverju marki stoppað í götin.

Bjarni sagði hins var, að frumvarpið væri mjög lýsandi fyrir þá staðreynd að ríkisstjórninni væri að mistakast að létta þrýstingi af krónunni þótt hún hefði boðað, þegar hún tók við völdum, að hún ætlaði að boða til umfangsmikilla efnahagsaðgerða.

Bjarni sagði augljóst, að menn myndu á endanum finna leiðir framhjá þessum nýju reglum alveg eins og menn fundu leiðir fram hjá reglunum, sem Seðlabankinn setti í desember. Hættan væri sú að menn fari stöðugt lengra og lengra í gjaldeyriseftirlit.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að höft leiddu oft til frekari hafta og menn væru nú að horfast í augu við það. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert