Fíkniefnin hafa ekki skilað sér

Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð, grunaður um að hafa reynt …
Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð, grunaður um að hafa reynt að smygla fíkniefnum innvortis. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fíkniefni, sem belgískur karlmaður reyndi að smygla til landsins innvortis, hafa ekki enn skilað sér, að sögn varðstjóra lögreglunnar í Reykjanesbæ.

Maðurinn er undir stöðugu eftirliti lögreglunnar. Að sögn varðstjóra lögreglunnar geta liðið nokkrir dagar þar til fíkniefni, sem reynt er að smygla innvortis, skila sér. Líklegt er talið að það gerist núna um helgina eða á mánudaginn.

Belginn er á þrítugsaldri og flúði frá lögreglu eftir handtöku  í Leifsstöð á fimmtudag. Hann náðist morguninn eftir í miðbæ Keflavíkur. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert