61,2% vilja aðildarviðræður

Frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel.
Frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. AP

Meirihluti Íslendinga vill fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið. Samkvæmt könnuninni eru 61,2% þjóðarinnar mjög eða frekar hlynnt því. Hins vegar eru 26,9% frekar eða mjög andvíg því að farið verði í aðildarviðræður.

11,8% svara hvorki né.

Stuðningur er meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, meiri hjá tekjuháum en tekjulágum og meiri hjá þeim sem hafa meiri menntun, en minni hjá þeim sem hafa minni menntun.

Aðeins þeir sem segjast hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í Alþingiskosningunum eru frekar andvígir aðildarviðræðum. 48% þeirra eru andvígir en 41% fylgjandi viðræðum. Meirihluti kjósenda allra annarra flokka er fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Könnunin leiðir hins vegar í ljós að þjóðin skiptist nánast í helminga þegar spurt er hvort fólk sé hlynnt eða andvígt aðild að Evrópusambandinu. Fylgismenn Samfylkingarinnar skera sig mjög úr í aðild að Evrópusambandinu. Nærri 80% þeirra vilja aðild en aðeins 7% eru á andvígir.

Könnunin var gerð dagana 29. apríl til 6. maí. Í netúrtaki voru þrettán hundruð manns og var svarhlutfall ríflega sextíu prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert