Ekki raunhæft að festa gengið

Fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar ræða nú um stöðugleikasáttmála.
Fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar ræða nú um stöðugleikasáttmála. mbl.is/Kristinn

Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir það ekki raunhæft að ákveða fast gengi þar sem ekki sé til gjaldeyrisforði til þess að verja það. „Við eigum að fylgja þeirri áætlun sem við samþykktum í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og reyna að ná þeim markmiðum sem þar eru sett fram.“

Rætt hefur verið um það á fundum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, og undirnefnda þeirra, um svonefndan stöðugleikasáttmála, að festa gengi krónunnar miðað við gengisvísitöluna 160 til 170. Gengisvísitalan er nú 230.

„Menn eru komnir á endapunkt með gjaldmiðilinn og reyna að leita allra leiða. Hluti af stöðugleikasáttmála er að hækka gengið og festa það. Þetta er eitt af því sem menn eru mikið að velta fyrir sér,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA.

Vilhjálmur tekur það fram að mikilvægt sé að fastgengisstefna sé traust og að öll efnahagsstefnan verði að taka mið af því að halda genginu föstu.

Gylfi segir, að til þess að styrkja gengið sé nauðsynlegt að ríkisstjórnin ákveði skattahækkanir og útgjaldalækkanir til þess að draga úr þjóðarútgjöldum þannig að aukinn afgangur myndist af vöruskiptajöfnuðinum við útlönd. 

„Ef gjaldeyrishöftin eru afnumin of snemma þá myndi slíkt hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir efnahagsreikninga atvinnulífsins. Meginvandinn er ekki höft, heldur óhófleg og glannaleg skuldsetning stórs hluta atvinnulífsins í erlendum myntum á undanförnum árum.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert