Áfengi og eldsneyti hækka

Alþingi samþykkti að hækka áfengis-, tóbaks- og eldsneytisgjald í kvöld.
Alþingi samþykkti að hækka áfengis-, tóbaks- og eldsneytisgjald í kvöld. mbl.is/Golli
Alþingi samþykkti á tólfta tímanum í kvöld frumvarp, sem gerir ráð fyrir að  áfengisgjald og tóbaksgjald hækki um 15%, bifreiðagjald hækki um 10%, olíugjald um 5 krónur og almennt vörugjald á bensín um 10 krónur. Stjórnarandstaðan hvatti fjármálaráðherra til að draga frumvarpið til baka.

32 þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu en 22 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sat hjá þegar atkvæði voru greidd um efnisgreinar frumvarpsins eftir 2. umræðu.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu, að ríkisstjórnin væri gersamlega úr takt við fólkið í landinu og yki á vanda heimilanna en brygðist ekki við honum.

Frumvarpið fór tvívegis til umfjöllunar í efnahags- og skattanefnd í kvöld, bæði eftir 1. og 2. umræðu. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að fulltrúar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, sem komu á fund efnahags- og skattanefndar í kvöld, hefðu tekið undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á frumvarpið vegna þeirra áhrifa, sem það hefur á vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggðar skuldir og rekstur ríkissjóðs. Eygló sagði, að fram hefði komið að frumvarpið kynni að hafa áhrif á viðræður ríkisins og aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála.

Þau Eygló, Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skoruðu á fjármálaráðherra að draga frumvarpið til baka og kanna hvort ekki væri eitthvað hæft í þeirri gagnrýni, sem komið hefði fram á það.

Sagði Tryggvi Þór að verið væri að taka ákvörðun, sem líktist bútasaumi.  Fyrr í dag sagði Tryggvi Þór, að frumvarpið yki tekjur ríkisins um 2,7 milljarða króna á þessu ári en yki skuldir heimilanna um 8 milljarða vegna þeirra áhrifa, sem það hefur á vísitölu neysluverðs. Í kvöld benti hann einnig á, að fjárlagahallinn ykist vegna þess að persónuafsláttur í staðgreiðslukerfi skatta hækkaði.

Þór Saari sagði að þingmenn Borgarahreyfingarinnar hefðu í gær hitt fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í mjúkum stólum á Hótel Borg. Hafði hann eftir fulltrúum sjóðsins, að þeim þætti of seint hafa gengið af hálfu stjórnvalda  að gera þetta og hitt.

„Það sem kristallast í þessu frumvarpi er að ríkisstjórnin hleypur upp til handa og fóta til að þjónkast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna þess að hann er eitthvað að hrista hornin framan í hana og kemur fram með frumvarp sem er illa unnið og vont," sagði Þór og bætti við að frumvarpið myndi stórauka skuldir ríkissjóðs. Nauðsynlegt væri að afnema verðtrygginguna.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að Íslendingar hefðu þróað flókið kerfi víxlverkana og verðtrygginga sem gerði það að verkum að aðgerðir af þessu tagi gætu haft áhrif á ýmsa aðra liði. Þetta væru sömu áhrif og samskonar aðgerðir fyrr í vetur hefðu haft. 

Hann sagði þessar aðgerðir miðuðu fyrst og fremst að því að vinna bug á þeim vanda, sem við væri að etja á yfirstandandi ári, sem væri sá að það stefni í 20 þúsund milljarða meiri hallarekstur ríkisins en lagt var upp með. Því væru málefnaleg sjónarmið fyrir því, að við núverandi aðstæður þyrfti fólk að greiða hærra verð fyrir áfengi, tóbak og eldsneyti.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálf þrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Landspítalann aldrei jafnöflugur og nú

Í gær, 19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Hákarl fyrir þorrablótin
Hákarl fyrir þorrablótin Sími 852 2629 Pétur Sími 898 3196 Ásgeir...
Ukulele
...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...