Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. mbl.is/Valdís

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að með frumvarpi fjármálaráðherra, sem mælt var fyrir í kvöld um hækkun gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti væri verið að auka tekjur ríkisins um 2,7 milljarða á þessu ári en auka skuldir heimilanna um 8 milljarða vegna hækkunar vísitölu neysluverðs. 

Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sagði að þetta væri ömurlegt. Hann spurði þingmenn Vinstri grænna hvort þetta hefði verið eitt af kosningaloforðunum að fara svona með heimilin í landinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert