Sjálfstæðisflokkur endurgreiðir styrki

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.si/Ómar

Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiðir í dag 6.875.000 krónur af samtals 55 milljóna króna styrkjum frá Landsbankanum og FL Group, sem flokkurinn ákvað fyrr á þessu ári að endurgreiða.  Verður upphæðin endurgreidd á sjö árum vaxtalaust.

Í tilkynningu frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi árið 2006 hafi tekið á móti tveimur styrkjum, samtals að fjárhæð 55 milljónir, sem ákveðið hafi verið að endurgreiða. Í dag verði gengið frá fyrstu greiðslunni.

Endurgreiddir verða styrkir að fjárhæð 30 milljónir til Stoða hf. (áður FL Group hf.) og 25 milljónir til NBI hf. (áður Landsbankinn hf.) með jöfnum greiðslum á hverju ári næstu 7 árin, án vaxta- og verðbóta.

Bjarni segir, að ákvörðun um endurgreiðslu byggist á því að fjárhæð styrkjanna hafi verið umfram það sem hæfilegt geti talist þegar um styrki fyrirtækja við stjórnmálastarfsemi sé að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert