Mótmælendurnir farnir úr húsinu

Hópur fólks var í og við Fríkirkjuveg 11 í kvöld.
Hópur fólks var í og við Fríkirkjuveg 11 í kvöld. mbl.is/Golli

Lögreglan hefur fylgt hópi mótmælenda, sem ruddist inn í Fríkirkjuveg 11 á níunda tímanum í kvöld, út úr húsinu. Allt fór friðsamlega fram. Fólk sem var fyrir utan er nú farið að tínast burt. Engar skemmdir hafa verið unnar á því, að því er talið er.

Um 20 manna hópur fór inn í húsið og hafðist m.a. við í kjallaranum um stundarsakir. Í upphafi komust um fimm einstaklingar inn húsið í gegnum ólæstar dyr. Hópurinn mótmælti Icesave-samningunum og stjórnvöldum.

Rúmlega 10 lögreglumenn voru sendir á vettvang. Enginn hefur verið handtekinn.

Enginn er búsettur í húsinu en þar er húsvörður. 

Fólk skreið inn um glugga í kjallara hússins.
Fólk skreið inn um glugga í kjallara hússins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert