Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11

Hópur fólks er inni í Fríkirkjuvegi 11.
Hópur fólks er inni í Fríkirkjuvegi 11. mbl.is/Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að Fríkirkjuvegi 11 nú í kvöld, en lögreglunni barst tilkynning um að hópur fólks - um 20 manns - væri búið að brjóta sér leið inn í húsið. Lögreglan er mætt að svæðið. „Húsið er okkar,“ hrópar hústökufólkið.

Fólk skreið inn um glugga og er búið að opna margar dyr. Ljósmyndari Morgunblaðsins, sem er á staðnum, segist sjá þrjár lögreglubifreiðar á vettvangi.

Lögreglan hefur vísað nokkrum úr húsinu, en hópur fólks er enn inni því. Þá hefur það hengt mótmælaspjöld á framhlið hússins. Þar er m.a. Icesave-samningunum mótmælt.

Ekki hafa verið unnar neinar skemmdir á húsinu, sem er í eigu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Fríkirkjuvegur 11 í kvöld. Hópurinn dró gulan fána að húni …
Fríkirkjuvegur 11 í kvöld. Hópurinn dró gulan fána að húni í kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert