Lækka á hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason mbl.is

Hugmyndir eru uppi í ríkisstjórninni um að lækka hámarksmánaðargreiðslur úr fæðingarorlofssjóði úr 420 þúsund krónum í 350 þúsund krónur.  Fréttablaðið greinir frá þessu.

Haft er eftir Árna Páli Árnasyni, félags- og tryggingarmálaráðherra, að ekki komi til greina að hans hálfu að stytta fæðingarorlof. Hann vill hins vegar hvorki játa því né neita að lækka eigi greiðslurnar. 
mbl.is

Bloggað um fréttina