Misskilningur í Úlfarsárdal

Steypueiningar eins og um er að ræða
Steypueiningar eins og um er að ræða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir, að ekki hafi verið lögð fram formleg kæra vegna flutnings fjögurra steypueininga úr Úlfarsárdal um síðustu helgi en andvirði eininganna er sagt vera 5,2 milljónir króna.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar virðist málið byggt á misskilningi þar sem sá sem lét fjarlægja einingarnar taldi sig eiga þær þar sem hann hefði keypt þær af þrotabúi. Annar maður, sem taldi sig réttmætan eiganda eininganna, tilkynnti lögreglu á þriðjudag að þeim hefði verið stolið. 

Málið mun enn vera í athugun. Maðurinn, sem tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu, sagði á þriðjudag að málið væri allt hið einkennilegasta þar sem  svokallaða einingaburðarvagna þyrfti til að flytja einingarnar. Slíkir vagnar eru sérhannaðir til að bera einingarnar og styðja þær meðan þær bíða uppsetningar.

„Það þarf þennan vagn sem kostar tugi milljóna og ekki á færi allra að komast í," sagði hann. Þá sagði hann þurfa „vörubíl af stærstu gerð" sem geti borið gæti bæði burðarvagnana og einingarnar sjálfar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert