Ísland fær helming eigna Landsbankans

Innstæðueigendur Landsbankans í Bretlandi og Hollandi eiga jafnt tilkall til eigna hans og Íslenska ríkið. Alls eru kröfur vegna innlána 1330 milljarðar en eignir 1100 samkvæmt nýja eignamatinu sem var kynnt á fundi efnahags og skattanefndar Alþingis í morgun. 

Íslendingar gera kröfu um 660 milljarða vegna innlánstrygginga sem greiddar verða samkvæmt Icesave-samkomulaginu en alls er gert ráð fyrir að 83 prósent náist upp í heildarkröfur. Samkvæmt því myndu Íslendingar sitja uppi með 115 milljarða vegna Icesave samkomulagsins. Þá eru ótaldar vaxtagreiðslur uppá 300 milljarða sem eru ekki forgangskröfur.  

Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans segir eignmatið þó háð gríðarlegri óvissu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert