Stöðugleikasáttmáli undirritaður

Stíft hefur verið þingað um stöðugleikasáttmálann að undanförnu.
Stíft hefur verið þingað um stöðugleikasáttmálann að undanförnu.

Skrifað verður undir stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu eftir hádegi. Opinberir starfsmenn sitja nú og funda um þá niðurstöðu sem náðist í gærkvöld.

Markmið stöðugleikasáttmálans er að stuðla að endurreisn efnahagslífsins. Aðildarfélög BSRB settust á fund nú klukkan 11 og ræða þá niðurstöðu sem fékkst í gærkvöld. Ekki liggur fyrir hvort öll aðildarfélögin hafa fallist á innihald sáttmálans en gert er ráð fyrir að félögin fylgist að í afstöðu sinni.

Reiknað er með að skrifað verði undir stöðugleikasáttmálann klukkan 13:30 og er búist við að nokkrir tugir manna undirriti sáttmálann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert