Stendur við fyrri orð

Flosi Eiríksson
Flosi Eiríksson Eyþór Árnason

 „Ég stend við það sem ég hef sagt í minni fyrri yfirlýsingu og það hafa ekki komið fram neinar nýjar upplýsingar í málinu,“ segir Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og stjórnarmaður í LSK, um frétt Morgunblaðisns í morgun um samskipti LSK við Fjármálaeftirlitið.

Morgunblaðið segir frá því í dag að stjórnarmönnum LSK hafi verið kunnugt um hverjar lánveitingar sjóðsins voru til Kópavogsbæjar enda hafi verið og að með þeim væri farið út fyrir lagaheimildir. Jafnframt voru þeir upplýstir um samskipti við Fjármálaeftirlitið nánast á hverjum fundi frá því ákveðið var að boða til fundar með FME á stjórnarfundi 14. nóvember í fyrra.

Flosi gagnrýndi í yfirlýsingu frá 2.1 júní að gögn hefðu verið „matreidd" sérstaklega fyrir stjórn sjóðsins en aðrar upplýsingar síðan verið kynntar í lögbundnum skýrslum til FME. Ómar Stefánsson, einnig stjórnarmaður og bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokksins, tók undir þá gagnrýni. Í gagnrýni þeirra tveggja sagði meðal annars: „Afborganir og útborganir á lánum til bæjarins virðast hafa verið tímasettar sérstaklega til að villa um fyrir eða blekkja FME án vitneskju almennra stjórnarmanna". Ómar hefur ekki getað tjáð sig um málið að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert