Lífeyrissjóðir setja 100 milljarða í framkvæmdir

Vaðlaheiði.
Vaðlaheiði. mbl.is/Loftmyndir ehf.

Lífeyrissjóðirinir eru tilbúnir að setja 90-100 milljarða króna í fjármögnun opinberra framkvæmda á næstu fjórum árum, að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns Landssamtaka lífeyrissjóða.

Í þessu samhengi hafa verið nefnd einstök verkefni, eins og Vaðlaheiðargöng, bygging samgöngumiðstöðvar í Reykjavík, tvöföldun Hvalfjarðarganga og bygging nýs Landspítala – háskólasjúkrahúss.

Kristján Möller samgönguráðherra segist fagna aðkomu lífeyrissjóðanna að samgönguframkvæmdum enda sé hún afar mikilvæg fyrir atvinnulífið.´

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert