Endurmeta úrræði fyrir skuldsett heimili

Stöðugleikasáttmálinn undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní sl. Að sáttmálanum standa ...
Stöðugleikasáttmálinn undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní sl. Að sáttmálanum standa Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Samtök atvinnulífsins, ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í vikunni að sett yrði á fót nefnd til að endurskoða löggjöf sem lýtur að úrræðum fyrir heimili og einstaklinga í greiðsluerfiðleikum. Nefndinni er ennfremur ætlað að leggja fram tillögur um leiðir til að styrkja stöðu lántakenda á fjármálamarkaði.

Nefndin mun starfa í náinni samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, enda varða verkefni hennar stöðugleikasáttmála þeirra og stjórnvalda sem undirritaður var 25. júní sl. Gert er ráð fyrir að vinnu hennar verði hleypt af stokkunum með sameiginlegum fundi með aðilum vinnumarkaðarins á næstu dögum.

Nefndin er stofnuð að frumkvæði ráðherranefndar félags- og tryggingamálaráðherra, dóms- og kirkjumálaráðherra og viðskiptaráðherra sem hefur að undanförnu starfað að úttekt og endurmati á aðgerðum stjórnvalda til hjálpar skuldsettum heimilum í samræmi við 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar og verður skipuð fulltrúum ráðherranna þriggja.

Helstu verkefni nefndarinnar eru þessi:

  • Að meta hvernig úrræði um almenna greiðsluaðlögun og tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna hafa nýst og kanna hvort breyta þurfi þeim skilyrðum sem um þessi úrræði gilda. Við þetta endurmat mun nefndin einnig kanna hvort ákvarðanir og úrvinnsla vegna greiðsluaðlögunar eigi betur heima innan stjórnsýslunnar en sem verkefni innan fullnusturéttarfars.
  • Að endurmeta þá reglu um að innborganir á kröfur gangi fyrst til greiðslu kostnaðar og vaxta og fleiri atriði sem teljast sérstaklega íþyngjandi fyrir skuldara og draga úr hvata þeirra til að standa í skilum.
  • Að leita leiða til að koma böndum á hámark innheimtukostnaðar lögmanna, t.d. með breyttum aðferðum við útreikninga innheimtuþóknunar og setningu hámarksþóknunar sem tengist fjárhæð kröfunnar.

Gert er ráð fyrir að nefndin skili ráðherranefndinni tillögum sínum áður en Alþingi kemur saman í haust.

Aukið svigrúm lánveitenda til að mæta einstaklingum í miklum greiðsluvanda
Í júní sl. setti fjármálaráðherra reglugerð um heimild lánveitenda til að fella niður skuldir einstaklinga án þess að eftirgjöfin teljist til tekna og reiknist til skatts. Með þessu sköpuðust ný tækifæri fyrir lánastofnanir til að koma til móts við einstaklinga í miklum greiðsluerfiðleikum án þess að grípa þurfi til formlegrar greiðsluaðlögunar fyrir dómstólum. Það er mat ráðherranefndarinnar að fjármálafyrirtæki muni nýta sér þetta svigrúm í vaxandi mæli á næstunni og því sé ekki ástæða til að koma á fót nýjum almennum úrræðum vegna húsnæðisskulda almennings að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nafn Rúriks misnotað

05:36 Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kemur að stofnaðir hafi verið falskir samfélagsmiðlareikningar í hans nafni. Um er að ræða reikninga á Snapchat og Tinder. Meira »

Þingið kemur saman

05:30 Alþingi kemur saman í dag í fyrsta skipti á nýju ári. Stjórnmálaflokkarnir sammæltust um helgina um að hefja þingstörf á almennum leiðtogaumræðum um stöðu stjórnmálanna. Meira »

Vilja reisa verksmiðju

05:30 Áform eru uppi um að reisa steinullarveksmiðju vestan við Eyrarbakka, sem gæti skapað allt að 50 ný tæknistörf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir verksmiðjuna. Meira »

Telur komugjöld vera besta kostinn

05:30 Fyrir vöxt og framgang ferðþjónustunnar á Íslandi er há tíðni flugferða lykilatriði.   Meira »

Blindflugsbúnaði í október

05:30 Vonir standa til að svokallaður blindflugsbúnaður (ILS) verði til taks á Akureyrarflugvelli í byrjun október, en búnaðurinn er liður í því að skipa flugvellinum stærri sess í millilandaflugi á Íslandi. Meira »

Óvenjumörg banaslys í upphafi árs

05:30 Það sem af er ári hafa þrír látist í banaslysum í umferðinni, en það eru jafnmargir og samanlagður fjöldi banaslysa í janúar síðustu fimm ár. Í öllum tilvikum á þessu ári hafa ökumennirnir verið ungir karlmenn. Meira »

Úrslit í formannskjöri í dag

05:30 Úrslit í formannskjöri Félags grunnskólakennara verða kunngerð í dag klukkan 14, en rafræn kosning hefur staðið yfir á vef félagsins síðan 18 janúar sl. Meira »

Dregur til tíðinda hjá flugfreyjum

05:30 Flugfreyjufélag Íslands mun boða stjórn og trúnaðarráð félagsins til fundar í vikunni.   Meira »

Landsfundur haldinn í mars

05:30 Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að landsfundur flokksins verði helgina 16.-18. mars nk. í Laugardalshöll.  Meira »

Jörð skelfur í Grindavík

Í gær, 21:55 Jarðskjálfti af stærð 3,5 mældist um kílómetra norðaustur af Grindavík á tíunda tímanum í kvöld. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftann hafa fundist vel í bænum og fjölmargar tilkynningar hafi borist Veðurstofunni. Meira »

Íslendingur í annað sinn

Í gær, 21:48 Í lok árs veitti Alþingi 76 einstaklingum ríkisborgararétt. Hinir nýju Íslendingar koma hvaðanæva úr heiminum, til að mynda frá Líbíu, Sýrlandi og Austurríki. Uppruni eins hinna nýju ríkisborgara er þó óvenjulegri en flestra annarra. Það er María Kjarval, en hún er fædd á Íslandi árið 1952. Meira »

8-10 vikna bið eftir dagvistun

Í gær, 21:41 Biðtími eftir dagvistunarplássi fyrir yngstu börn í Hafnarfirði er á bilinu 8-10 vikur samkvæmt þeim biðlista sem eru upplýsingar um hjá daggæslufulltrúa Hafnarfjarðar. Þetta segir Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðar. Meira »

Páskaegg í búðir 10 vikum fyrir páska

Í gær, 21:17 Þrátt fyrir að enn séu um 10 vikur í páska eru páskaegg komin í sölu, alla vega í einni verslun Hagkaupa. Þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði í verslun fyrirtækisins í Skeifunni var búið að koma upp einni appelsínugulri körfu þar sem hægt var að finna lítil páskaegg í stærð tvö. Meira »

United Silicon ljúki öllum úrbótum

Í gær, 19:44 United Silicon fær ekki heimild til að hefja framleiðslu á ný fyrr en lokið hefur verið við nær allar þær úrbætur sem tilteknar eru í mati norska ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult sem rannsakað hefur tækjabúnað fyrirtækisins. Þetta kemur fram í úrskurði Umhverfisstofnunar sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Sindri Freysson fær Ljóðstaf Jóns úr Vör

Í gær, 18:44 Sindri Freysson fékk í dag afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Þetta er í sautjánda sinn sem Lista- og menningarráð Kópavogs afhendir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Meira »

Kastaðist út úr bílnum

Í gær, 20:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld eftir að bíll valt út af veginum um Lyngdalsheiði. Einn farþeganna kastaðist úr bílnum og var hann fluttur með þyrlunni á bráðamóttökuna í Fossvogi. Maðurinn er þó ekki talinn í lífshættu. Meira »

Mikil spenna og smá stress á Sundance

Í gær, 18:45 „Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun. Meira »

Reynslusögur af daggæslu

Í gær, 18:38 Bið eftir leikskólaplássi er vandamál sem margir foreldrar kannast við þegar fæðingarorlofinu sleppir. Á dögunum var stofnaður á Facebook-umræðuhópur fyrir foreldra í þessari stöðu, og á örfáum dögum eru meðlimir komnir yfir þúsund. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
ORNIKA - TREGGING frá YEST
Þær eru komnar aftur, vinsælu ORNIKA treggingsbuxurnar frá YEST Vertu þú sjál...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...