Björgólfur gjaldþrota

Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson mbl.is.Kristinn

Björgólfur Guðmundsson hefur, í gegn um talsmann sinn, sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi í dag fallist á beiðni hans um að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta.  

Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður hans, sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í dag og fer hún í heild sinni hér á eftir:

„Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag fallist á beiðni Björgólfs Guðmundssonar um að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Sveinn Sveinsson hrl. hefur verið skipaður skiptastjóri. Í bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur gerir Björgólfur Guðmundsson grein fyrir því að frá ársbyrjun 2008 hafa persónulegar ábyrgðir og skuldbindingar hans u.þ.b. tvöfaldast vegna yfirtöku hans á ábyrgðum í þágu félaga honum tengdum og gengisfalls íslensku krónunnar og nema því nú alls um 96 milljörðum króna. Á sama tíma hafa eignir hans sem námu um 143 milljörðum króna horfið að mestu vegna yfirtöku ríkisins á hlutabréfum hans í Landsbankanum og Straumi og verulegrar verðmætarýrnunar annarra fyrirtækja, sem hann var hluthafi í. Hreinar eignir hans námu í upphafi árs 2008 um 100 milljörðum króna og námu þá skuldir um 35% af heildareignum. Að gefnu tilefni vill Björgólfur upplýsa fjölmiðla um að heimili hans, sem orðið hefur fyrir árásum undanfarnar vikur, hefur ætíð verið í eigu konu hans en hún erfði húseignina frá foreldrum sínum sem reistu húsið fyrir röskri hálfri öld.

Meðfylgjandi er bréf Björgólfs Guðmundssonar til Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hann fer fram á að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert