Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini

Mótmælendur gerðu aðsúg að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni professor þegar hann hugðist taka þátt í mótmælum gegn Icesave-samningunum á Austurvelli. mbl sjónvarp ætlaði að taka viðtal við Hannes en mótmælendur lögðu blátt bann við því að það færi fram fyrir framan Alþingishúsið.

Hannes fór inn í Alþingishúsið en mótmælendur reyndu að veita honum eftirför inn í húsið en voru stöðvaðir í ganginum. Viðtalið mátti ekki fara fram í húsinu og Hannes fór út bakdyramegin og svaraði spurningum mbl í Alþingisgarðinum. Hann sagðist vera sammála mótmælendum í því að Íslendingar ættu ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Hann skildi vel þeirra reiði en hún ætti að beinast gegn þeim sem væru þessa stundina að leggja drápsklyfjar á þjóðina.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert