Mörg dæmi um lögbrot

Gunnar Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að mál sem stofnunin hafi fjallað um eftir bankahrun og sent áfram til sérstaks saksóknara séu sð mati stofnunarinnar skýr lögbrot en ekki hafi verið komið auga á það, af einhverjum ástæðum, þegar þau áttu sér stað. „Við erum að tala um refsingar, fangelsisvist allt að tíu árum," sagði Gunnar á Morgunvakt Rásar 2.

Öll mál sem Fjármálaeftirlitið hefur haft til skoðunar eftir bankahrunið í haust eru það umfangsmikmil að þau hafa verið send áfram til sérstaks saksóknara, að sögn Gunnars.

Gunnar nefndi sýndarviðskipti, innherjaviðskipti og markaðsmisnokun sem meint brot.

Spurður um umfang málanna sagði Gunnar: „Við erum að tala um milljarða, tugi milljarða og meira en það í milljörðum. Og við erum að tala um refsingar, fangelsisvist allt að tíu árum." Hann sagði, aðspurður, að einhver mál gætu farið upp í 100 milljarða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert