Vill fund um Landsbanka

Guðlaugur Þór Þórðarson vill fá upplýsingar um gjaldþrot Landsbankans í …
Guðlaugur Þór Þórðarson vill fá upplýsingar um gjaldþrot Landsbankans í Lúxemborg. Ómar Óskarsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir fundi í viðskiptanefnd Alþingi. Tilefnið er fréttir um meint mistök við gjaldþrot Landsbankans í Lúxemborg.

 Fram kom í fréttum ríkisútvarpsins í kvöld að hætta væri á að tjónið vegna meintra mistaka yrði allt að 700 milljónir evra, yfir 100 milljarðar króna. ,,Það er nauðsynlegt að fá allar upplýsingar um hvernig eigi að vernda þá hagsmuni sem þarna eru undir," segir Guðlaugur Þór. Hann vill einnig að nefndin fái upplýsingar um samninga vegna uppgjörs Íslandsbanka og Kaupþings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert