Klofningur í Borgarahreyfingu

Frá blaðamannafundi þingmanna Borgarahreyfingarinnar í dag.
Frá blaðamannafundi þingmanna Borgarahreyfingarinnar í dag. mbl.is/Ómar

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa klofið sig frá flokknum og stofnað nýtt afl sem heitir Hreyfingin. Samkvæmt heimildum mbl.is verður ákvörðunin kynnt á blaðamannafundi á Thorvaldsen bar sem hefst klukkan tvö.   Viðtöl munu birtast í Mbl sjónvarpi.

Þór Saari, einn þingmannanna, segir  í Morgunblaðinu í dag, að tilgangur Borgarahreyfingarinnar hafi verið að ná fólki inn á þing til að ná fram ákveðnum málefnum og hætta svo þegar þeim hefði verið náð eða þegar við sæjum fram á að þau næðust ekki.

„Nú á að breyta eðli hreyfingarinnar og það er ekki ásættanlegt að okkar mati,“ segir Þór. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert