Rúm 300 manns hlupu Hjartahlaup

Yfir 300 manns hlupu Hjartahlaup í dag.
Yfir 300 manns hlupu Hjartahlaup í dag. Ljósmynd/Árni Tryggvason

Alls luku rúmlega 300 manns hlaupi í Hjartahlaupinu, sem haldið er í tilefni Alþjóða hjartadagsins var haldið í samvinnu við Hjartaheill, Neistann styrktarfélag hjartveikra barna, ÍSÍ og Kópavogsbæ. Um er að ræða tímamælt hlaup, 5 og 10 km og tókst hlaupið vel þrátt fyrir norðangarra á hlaupaleiðinni.

Sigurvegarar í 10 km voru: Birkir Markússon sem hljóp á 37,44 mínútu og Fríða Rún Þórðardóttir sem hljóp á 41,11 min. Í 5 km hlaupi unnu þau Þórólfur Ingi Þórsson á 19,11 mín og Ásdís Káradóttir á 22,46 mínútum. Að launum fengu þau gjafabréf upp á gistingu með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði á einu af Fosshótelum landsins

Er þetta í þriðja sinn sem að hlaupið er haldið en Breiðablik sér um alla framkvæmd þess og kostar ekkert að taka þátt. Fengu allir hlauparar medalíu auk þess í boði voru ávextir og vatn sem Hjartaheill og Neistinn lagði til. Þá bauð ÍSÍ bauð uppá kennslu í stafgöngu og voru leiðbeinendur frá þeim á staðnum með stafi og var það góður hópur fólks sem nýtti sér það.


Sigurvegarar í Í 5 km hlaupi þau Þórólfur Ingi Þórsson …
Sigurvegarar í Í 5 km hlaupi þau Þórólfur Ingi Þórsson á 19,11 mín og Ásdís Káradóttir á 22,46 mínútum. Ljósmynd/Árni Tryggvason
Sigurvegarar í 10 km voru: Birkir Markússon sem hljóp á …
Sigurvegarar í 10 km voru: Birkir Markússon sem hljóp á 37,44 mínútu og Fríða Rún Þórðardóttir sem hljóp á 41,11 min. Ljósmynd/Árni Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert