Skammaður af ESB-sinnum

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur.
Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur. mbl.is

„Ég var skammaður af Evrópusambandssinum fyrir að halda því fram að það væri glapræði að leggja inn umsókn án þess að hafa tryggt nauðsynlegt pólitískt bakland áður. Ég var sakaður um að mála skrattann á vegginn," segir Eiríkur Bergmann Einarsson Evrópufræðingur og höfundur nýrrar bókar um Evrópumál

„Ég var sakaður um að mála skrattann á vegginn og fyrir að vera með svartsýnisraus. Þetta væri að sjálfsögðu ekkert mál," segir Eiríkur Bergmann, höfundur bókarinnar, Frá Evróvisjón til evru, um Evrópusamrunann, sem kemur út í dag.

„Þetta er auðvitað miklu stærri ákvörðun því um leið og þú tekur ákvörðun um umsókn ertu búinn að segja við viðsemjendur þína að við séum á þessari leið. Ef við hins vegar hættum við í miðju ferlinu, eins og töluverðar líkur eru á, það þarf ekki annað en að skipta um ríkisstjórn, til þess að umsóknin sé dregin til baka, þá erum við kannski búin að eyðileggja stöðu okkar í EES-samstarfinu vegna þess að við uppfyllum ekki skilyrði samningsins.

Evrópusambandið hefur sagt að það vilji breyta EES í eins konar örríkjabandalag, sem myndi ekki þjóna hagsmunum okkar. Þannig að það er ýmislegt komið í gang sem gæti komið okkur í koll.

Með því að draga umsóknina til baka erum við endanlega búin að lýsa því yfir að við ætlum ekki að vera í Evrópusambandinu og þá erum við væntanlega krafin um að uppfylla EES-samninginn sem við gerum ekki eftir setningu neyðarlaganna síðasta haust. Það getur haft slæmar afleiðingar að klúðra þessu."

Umræðan á villigötum

– Því er stundum haldið fram að aðild að ESB snúist um fiskveiðimálin nær eingöngu. Telurðu að þessi umræða sé á villigötum?

„Já. Þetta er miklu stærra mál en af hefur verið látið. Það er hverjum einasta steini í samskiptum þess ríkis sem sækir um aðild við öll 27 aðildarríki sambandsins velt upp í þessu ferli, hverjum einasta. Þetta er ekkert einkamál Íslendinga hvort við verðum aðilar að Evrópusambandinu eða ekki eins og skilja hefur mátt á umræðunni.

Hún snýst um það hvort við viljum verða aðilar að þessu bandalagi eða ekki. Hún hefur aldrei snúist um hvort við fáum inngöngu í sambandið. Svo er önnur hlið á þessum peningi sem þyrfti að skoða líka. Við getum sótt um aðild en við getum ekki ákveðið að fá inngöngu. Það er í höndum annarra."

Tilraun til nýbreytni

Eiríkur rekur aðildarferlið í nýrri bók sinni sem hann segir tilraun til að fjalla um Evrópumál á læsilegan og auðlesinn hátt fyrir leikmenn.

Hann rekur þar Evrópusamrunann allt aftur til friðarsamninganna í Vestfalíu árið 1648 til sameiningar Evrópu í Efnahagsbandalaginu eftir síðari heimsstyrjöldina og svo sögu sambandsins áfram til okkar daga. Hann víkur einnig að aðildarferlinu eins og það snýr að Íslandi en þar kemur fram hve margbrotið það er.

„Þetta eru um 2.000 meiri háttar ákvarðanir og þúsundir manna sem að þessu koma, ef ekki tugþúsundir.

Þeir sem einblína á Spánverja og fiskinn í umræðunni eru á villigötum."

Snýst að miklu leyti um uppgjörið við bankahrunið

– Hvernig þá?

„Þetta snýst að miklu stærra leyti um uppgjör Íslands við hrunið.

Evrópusambandið þarf að taka um 2.000 meiri háttar ákvarðanir áður en Ísland getur gengið í sambandið. Og það sem meira er, allar þessar um 2.000 ákvarðana verða, hver og ein og einasta, að falla Íslandi í vil.

Þannig að það eru um 2.000 meiri háttar ákvarðanir sem standa í vegi Evrópusambandsaðildar Íslands. Og það er aðeins Evrópusambandsmegin. Ferlið er flókið.

Í fyrsta lagi þarf framkvæmdastjórn sambandsins að komast að þeirri niðurstöðu að það eigi að hefja formlegar aðildarviðræður við Ísland. Síðan þurfa 27 aðildarríki ráðherraráðsins að samþykkja að hefja aðildarviðræðurnar.

Að því loknu er það sérstök ákvörðun að opna hvern og einn af þessum 35 efnisköflum sem semja þarf um, svo sem um landbúnaðar- og peningamál. Til að mynda í tilviki Tyrklands er aðeins búið að opna nokkra þessara kafla.

Það eru því 27 ríki sem þurfa að samþykkja að opna hvern og einn efniskafla. Það eru aftur 27 sinnum 35 sem gera 945. Síðan þarf að ná samningum um alla þessa efniskafla, sem aftur gera 945 yfirferðir. Þetta eru því samtals 1.890 kaflar.

Síðan þarf framkvæmdastjórnin að ljúka aðildarsamningnum í heild sinn. Svo þarf ráðherraráðið, sem 27 ríki eiga aðild að, að samþykkja samninginn fyrir sitt leyti áður en það kemur til kasta Evrópuþingsins að samþykkja samninginn.

Að því loknu þurfa þjóðþing allra aðildarríkjanna, sem eru 27, líka að samþykkja aðildarsamninginn. Og ekki nóg með það. Þau starfa hvert með sínum hætti. Sum þessara ríkja eru sambandsríki, eins og Þýskaland, þar sem eru 12 sambandsríki," segir Eiríkur Bergmann Einarsson.

Bókin Frá Evróvisjón til evru kemur út í dag.
Bókin Frá Evróvisjón til evru kemur út í dag. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Í gær, 18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

Í gær, 18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Í gær, 17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Í gær, 17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Í gær, 17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Í gær, 16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

Í gær, 16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

Í gær, 16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Í gær, 15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...