Skammaður af ESB-sinnum

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur.
Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur. mbl.is

„Ég var skammaður af Evrópusambandssinum fyrir að halda því fram að það væri glapræði að leggja inn umsókn án þess að hafa tryggt nauðsynlegt pólitískt bakland áður. Ég var sakaður um að mála skrattann á vegginn," segir Eiríkur Bergmann Einarsson Evrópufræðingur og höfundur nýrrar bókar um Evrópumál

„Ég var sakaður um að mála skrattann á vegginn og fyrir að vera með svartsýnisraus. Þetta væri að sjálfsögðu ekkert mál," segir Eiríkur Bergmann, höfundur bókarinnar, Frá Evróvisjón til evru, um Evrópusamrunann, sem kemur út í dag.

„Þetta er auðvitað miklu stærri ákvörðun því um leið og þú tekur ákvörðun um umsókn ertu búinn að segja við viðsemjendur þína að við séum á þessari leið. Ef við hins vegar hættum við í miðju ferlinu, eins og töluverðar líkur eru á, það þarf ekki annað en að skipta um ríkisstjórn, til þess að umsóknin sé dregin til baka, þá erum við kannski búin að eyðileggja stöðu okkar í EES-samstarfinu vegna þess að við uppfyllum ekki skilyrði samningsins.

Evrópusambandið hefur sagt að það vilji breyta EES í eins konar örríkjabandalag, sem myndi ekki þjóna hagsmunum okkar. Þannig að það er ýmislegt komið í gang sem gæti komið okkur í koll.

Með því að draga umsóknina til baka erum við endanlega búin að lýsa því yfir að við ætlum ekki að vera í Evrópusambandinu og þá erum við væntanlega krafin um að uppfylla EES-samninginn sem við gerum ekki eftir setningu neyðarlaganna síðasta haust. Það getur haft slæmar afleiðingar að klúðra þessu."

Umræðan á villigötum

– Því er stundum haldið fram að aðild að ESB snúist um fiskveiðimálin nær eingöngu. Telurðu að þessi umræða sé á villigötum?

„Já. Þetta er miklu stærra mál en af hefur verið látið. Það er hverjum einasta steini í samskiptum þess ríkis sem sækir um aðild við öll 27 aðildarríki sambandsins velt upp í þessu ferli, hverjum einasta. Þetta er ekkert einkamál Íslendinga hvort við verðum aðilar að Evrópusambandinu eða ekki eins og skilja hefur mátt á umræðunni.

Hún snýst um það hvort við viljum verða aðilar að þessu bandalagi eða ekki. Hún hefur aldrei snúist um hvort við fáum inngöngu í sambandið. Svo er önnur hlið á þessum peningi sem þyrfti að skoða líka. Við getum sótt um aðild en við getum ekki ákveðið að fá inngöngu. Það er í höndum annarra."

Tilraun til nýbreytni

Eiríkur rekur aðildarferlið í nýrri bók sinni sem hann segir tilraun til að fjalla um Evrópumál á læsilegan og auðlesinn hátt fyrir leikmenn.

Hann rekur þar Evrópusamrunann allt aftur til friðarsamninganna í Vestfalíu árið 1648 til sameiningar Evrópu í Efnahagsbandalaginu eftir síðari heimsstyrjöldina og svo sögu sambandsins áfram til okkar daga. Hann víkur einnig að aðildarferlinu eins og það snýr að Íslandi en þar kemur fram hve margbrotið það er.

„Þetta eru um 2.000 meiri háttar ákvarðanir og þúsundir manna sem að þessu koma, ef ekki tugþúsundir.

Þeir sem einblína á Spánverja og fiskinn í umræðunni eru á villigötum."

Snýst að miklu leyti um uppgjörið við bankahrunið

– Hvernig þá?

„Þetta snýst að miklu stærra leyti um uppgjör Íslands við hrunið.

Evrópusambandið þarf að taka um 2.000 meiri háttar ákvarðanir áður en Ísland getur gengið í sambandið. Og það sem meira er, allar þessar um 2.000 ákvarðana verða, hver og ein og einasta, að falla Íslandi í vil.

Þannig að það eru um 2.000 meiri háttar ákvarðanir sem standa í vegi Evrópusambandsaðildar Íslands. Og það er aðeins Evrópusambandsmegin. Ferlið er flókið.

Í fyrsta lagi þarf framkvæmdastjórn sambandsins að komast að þeirri niðurstöðu að það eigi að hefja formlegar aðildarviðræður við Ísland. Síðan þurfa 27 aðildarríki ráðherraráðsins að samþykkja að hefja aðildarviðræðurnar.

Að því loknu er það sérstök ákvörðun að opna hvern og einn af þessum 35 efnisköflum sem semja þarf um, svo sem um landbúnaðar- og peningamál. Til að mynda í tilviki Tyrklands er aðeins búið að opna nokkra þessara kafla.

Það eru því 27 ríki sem þurfa að samþykkja að opna hvern og einn efniskafla. Það eru aftur 27 sinnum 35 sem gera 945. Síðan þarf að ná samningum um alla þessa efniskafla, sem aftur gera 945 yfirferðir. Þetta eru því samtals 1.890 kaflar.

Síðan þarf framkvæmdastjórnin að ljúka aðildarsamningnum í heild sinn. Svo þarf ráðherraráðið, sem 27 ríki eiga aðild að, að samþykkja samninginn fyrir sitt leyti áður en það kemur til kasta Evrópuþingsins að samþykkja samninginn.

Að því loknu þurfa þjóðþing allra aðildarríkjanna, sem eru 27, líka að samþykkja aðildarsamninginn. Og ekki nóg með það. Þau starfa hvert með sínum hætti. Sum þessara ríkja eru sambandsríki, eins og Þýskaland, þar sem eru 12 sambandsríki," segir Eiríkur Bergmann Einarsson.

Bókin Frá Evróvisjón til evru kemur út í dag.
Bókin Frá Evróvisjón til evru kemur út í dag. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frágangurinn ekki til fyrirmyndar

11:26 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gaf skýrslu við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, síðastur sakborninga. Hann neitaði sem fyrr þeim sökum sem á hann eru bornar, en hann er ákærður í öllum þremur ákæruliðum málsins. Meira »

Hún er ein af 325 í heiminum

11:20 Fjóla Röfn Garðarsdóttir er sérlega félagslynd þriggja ára stelpa sem bókstaflega „elskar fólk“, að sögn Ásdísar Gunnarsdóttur, móður hennar. Meira »

Varð úti á Sólheimasandi

11:00 Banda­ríski ferðamaður­inn sem fannst látinn á Sól­heimas­andi í lok október á síðasta ári, lést úr ofkælingu. Segir lögreglan á Selfossi í samtali við mbl.is að þetta hafi verið niðurstaða krufningar. Meira »

Er þetta ekki bara frekja?

11:00 Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild HÍ, fjallar nú í hádeginu um birtingarmynd kvíða barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við vandann. Streymt verður beint frá fundinum. Meira »

Bæta við borholum í Heiðmörk

10:40 Veitur vonast til að þrjár nýjar borholur í Vatnsendakrikum í Heiðmörk verði komnar í gagnið í vor. Svæðið stendur töluvert hærra í landinu en aðrar borholur. „Þetta er mjög góð viðbót,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, og telur að minni líkur verði á auknu magni jarðvegsgerla þar. Meira »

Guðni í hestvagni konungs

10:32 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosti til ljósmyndara úr hestvagninum sem hann kom í til sænsku konungshallarinnar í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Í vagninum sat hann við hlið Karls Gústafs konungs. Meira »

18 milljónir til flóttakvenna

09:25 UN Women á Íslandi hefur fært griðastöðum UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu rúmar 18 milljónir króna, sem söfnuðust í neyðarsöfnun og jólagjafasölu landsnefndarinnar. Meira »

LSH notar sjúkraflug til að losa pláss

10:04 Sjúkraflugum með sérútbúinni sjúkraflugvél á Akureyri hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2013. Aukningin nemur um 100 sjúklingum á milli ára. Skýringin liggur ekki í fjölgun erlendra ferðamanna heldur í flutningi sjúklinga sem hafa lokið rannsóknum eða meðferð á Landspítala á landsbyggðina. Meira »

Tveir fluttir á bráðamóttöku

09:20 Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á bráðamóttöku í morgun eftir árekstur á Álftanesi um áttaleytið í morgun.  Meira »

„Skemmtilegi karlinn í sjónvarpinu“

08:59 Frá árinu 1985 hefur Örn Árnason leikið Davíð Oddsyni og er túlkun hans löngu orðin landsfræg. Fáir hafa eytt jafn miklum tíma í að stúdera Davíð og hans framkomu undanfarna áratugi. Meira »

42 kg af hörðum efnum

08:55 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 42 kíló af hörðum fíkniefnum í 46 fíkniefnamálum í fyrra. Einn var með eitt kíló af kókaíni í 106 pakkningum innvortis. Meira »

Bieber-áhrif í Fjaðrárgljúfri

08:18 Ferðamönnum sem komu í Fjaðrárgljúfur sem er skammt vestur af Kirkjubæjarklaustri hefur fjölgað um 82 % milli áranna 2016 og 2017. Meira »

Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar

07:57 Þörf er á fullkomnari aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli ef hann á að geta þjónað reglulegu millilandaflugi eins og heimamenn vilja. Þá er þörf á því að stækka flugstöðina og flughlaðið. Meira »

Éljagangur á Reykjanesbraut

06:45 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum vegum. Snjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut.  Meira »

Dagurinn lengist um fimm mínútur

06:06 Sólin hækkar stöðugt á lofti og verður morgundagurinn fimm mínútum lengri en dagurinn í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Vorjafndægur eru 20. mars en þá verður dagurinn um það bil jafnlangur nóttunni. Meira »

Tillaga sjálfstæðismanna felld

07:37 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutt var af Kjartani Magnússyni á fundi borgarstjórnar í fyrradag um að undanþiggja Hjálpræðisherinn frá því að greiða gatnagerðar- og byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74, var felld í borgarstjórn í fyrradag með níu atkvæðum gegn fimm. Meira »

Skjálfti upp á 3,2 stig

06:41 Jarðskjálfti sem mældist 3,2 að stærð varð í nótt klukkan 02:14 í norðaustanverðum Öræfajökli. Engin merki eru um gosóróa, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Húsleit hjá fiskútflytjanda

05:49 Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Aðalfundur Viðskiptaráðs 14. febrúar
Boðað er til aðalfundar Viðskiptaráðs Íslands miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00...
Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
Sundföt
...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...