Skammaður af ESB-sinnum

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur.
Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur. mbl.is

„Ég var skammaður af Evrópusambandssinum fyrir að halda því fram að það væri glapræði að leggja inn umsókn án þess að hafa tryggt nauðsynlegt pólitískt bakland áður. Ég var sakaður um að mála skrattann á vegginn," segir Eiríkur Bergmann Einarsson Evrópufræðingur og höfundur nýrrar bókar um Evrópumál

„Ég var sakaður um að mála skrattann á vegginn og fyrir að vera með svartsýnisraus. Þetta væri að sjálfsögðu ekkert mál," segir Eiríkur Bergmann, höfundur bókarinnar, Frá Evróvisjón til evru, um Evrópusamrunann, sem kemur út í dag.

„Þetta er auðvitað miklu stærri ákvörðun því um leið og þú tekur ákvörðun um umsókn ertu búinn að segja við viðsemjendur þína að við séum á þessari leið. Ef við hins vegar hættum við í miðju ferlinu, eins og töluverðar líkur eru á, það þarf ekki annað en að skipta um ríkisstjórn, til þess að umsóknin sé dregin til baka, þá erum við kannski búin að eyðileggja stöðu okkar í EES-samstarfinu vegna þess að við uppfyllum ekki skilyrði samningsins.

Evrópusambandið hefur sagt að það vilji breyta EES í eins konar örríkjabandalag, sem myndi ekki þjóna hagsmunum okkar. Þannig að það er ýmislegt komið í gang sem gæti komið okkur í koll.

Með því að draga umsóknina til baka erum við endanlega búin að lýsa því yfir að við ætlum ekki að vera í Evrópusambandinu og þá erum við væntanlega krafin um að uppfylla EES-samninginn sem við gerum ekki eftir setningu neyðarlaganna síðasta haust. Það getur haft slæmar afleiðingar að klúðra þessu."

Umræðan á villigötum

– Því er stundum haldið fram að aðild að ESB snúist um fiskveiðimálin nær eingöngu. Telurðu að þessi umræða sé á villigötum?

„Já. Þetta er miklu stærra mál en af hefur verið látið. Það er hverjum einasta steini í samskiptum þess ríkis sem sækir um aðild við öll 27 aðildarríki sambandsins velt upp í þessu ferli, hverjum einasta. Þetta er ekkert einkamál Íslendinga hvort við verðum aðilar að Evrópusambandinu eða ekki eins og skilja hefur mátt á umræðunni.

Hún snýst um það hvort við viljum verða aðilar að þessu bandalagi eða ekki. Hún hefur aldrei snúist um hvort við fáum inngöngu í sambandið. Svo er önnur hlið á þessum peningi sem þyrfti að skoða líka. Við getum sótt um aðild en við getum ekki ákveðið að fá inngöngu. Það er í höndum annarra."

Tilraun til nýbreytni

Eiríkur rekur aðildarferlið í nýrri bók sinni sem hann segir tilraun til að fjalla um Evrópumál á læsilegan og auðlesinn hátt fyrir leikmenn.

Hann rekur þar Evrópusamrunann allt aftur til friðarsamninganna í Vestfalíu árið 1648 til sameiningar Evrópu í Efnahagsbandalaginu eftir síðari heimsstyrjöldina og svo sögu sambandsins áfram til okkar daga. Hann víkur einnig að aðildarferlinu eins og það snýr að Íslandi en þar kemur fram hve margbrotið það er.

„Þetta eru um 2.000 meiri háttar ákvarðanir og þúsundir manna sem að þessu koma, ef ekki tugþúsundir.

Þeir sem einblína á Spánverja og fiskinn í umræðunni eru á villigötum."

Snýst að miklu leyti um uppgjörið við bankahrunið

– Hvernig þá?

„Þetta snýst að miklu stærra leyti um uppgjör Íslands við hrunið.

Evrópusambandið þarf að taka um 2.000 meiri háttar ákvarðanir áður en Ísland getur gengið í sambandið. Og það sem meira er, allar þessar um 2.000 ákvarðana verða, hver og ein og einasta, að falla Íslandi í vil.

Þannig að það eru um 2.000 meiri háttar ákvarðanir sem standa í vegi Evrópusambandsaðildar Íslands. Og það er aðeins Evrópusambandsmegin. Ferlið er flókið.

Í fyrsta lagi þarf framkvæmdastjórn sambandsins að komast að þeirri niðurstöðu að það eigi að hefja formlegar aðildarviðræður við Ísland. Síðan þurfa 27 aðildarríki ráðherraráðsins að samþykkja að hefja aðildarviðræðurnar.

Að því loknu er það sérstök ákvörðun að opna hvern og einn af þessum 35 efnisköflum sem semja þarf um, svo sem um landbúnaðar- og peningamál. Til að mynda í tilviki Tyrklands er aðeins búið að opna nokkra þessara kafla.

Það eru því 27 ríki sem þurfa að samþykkja að opna hvern og einn efniskafla. Það eru aftur 27 sinnum 35 sem gera 945. Síðan þarf að ná samningum um alla þessa efniskafla, sem aftur gera 945 yfirferðir. Þetta eru því samtals 1.890 kaflar.

Síðan þarf framkvæmdastjórnin að ljúka aðildarsamningnum í heild sinn. Svo þarf ráðherraráðið, sem 27 ríki eiga aðild að, að samþykkja samninginn fyrir sitt leyti áður en það kemur til kasta Evrópuþingsins að samþykkja samninginn.

Að því loknu þurfa þjóðþing allra aðildarríkjanna, sem eru 27, líka að samþykkja aðildarsamninginn. Og ekki nóg með það. Þau starfa hvert með sínum hætti. Sum þessara ríkja eru sambandsríki, eins og Þýskaland, þar sem eru 12 sambandsríki," segir Eiríkur Bergmann Einarsson.

Bókin Frá Evróvisjón til evru kemur út í dag.
Bókin Frá Evróvisjón til evru kemur út í dag. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leita að nýju húsnæði fyrir Vínskólann

20:51 Aflýsa varð fyrirhugðum hausnámskeiðum Vínskólans um vín og mat eftir að Hótel Reykjavík Centrum, sem hefur hýst námskeiðin síðan 2005, greindi forsvarsmönnum frá að þeir hafi lokað veitingahúsinu Fjalakettinum. Meira »

Ábyrgðin felld niður því greiðslumat skorti

19:52 Hæstiréttur Íslands felldi í dag úr gildi sjálfskuldarábyrgð móður vegna námslána sem dóttir hennar tók hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Var það niðurstaða Hæstaréttar að ógilda ætti sjálfskuldarábyrgðina þar sem LÍN hafi ekki látið framkvæma fullnægjandi greiðslumat áður en lánið var veitt. Meira »

„Alveg á hreinu“ að Dagur vissi ekkert

19:40 Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, neitar því að hafa nokkurn tíma rætt framúrkeyrsluna við Nauthólsveg 100 við Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Meira »

Lyf og heilsa greiði 4,5 milljónir í bætur

19:38 Hæstiréttur hefur dæmt Lyf og heilsu til að greiða Apóteki Vesturlands fjórar og hálfa milljón í bætur vegna samkeppnisbrota. Tveir dómarar skiluðu sérákvæði og töldu ekki sannað að Apótek Vesturlands hefði orðið fyrir fjártjóna vegna samkeppnisbrotanna. Meira »

Ofbeldið hefur lítil áhrif á dóma

18:44 Ef annar aðilinn í sambandinu er beittur ofbeldi reynir hinn oft að draga lappirnar út í hið óendanlega í skilnaðarferli. Þetta sagði Sigríður Vilhjálmsdóttir lögmaður á ráðstefnunni „Gerum betur“. Yfirskrift erindis hennar var „Eru skilnaðar- og forsjármál nýr vettvangur fyrir ofbeldi maka?“ Meira »

Ástríða og mikil vinnusemi

18:37 Konurnar í verkum Picasso, listmálarans fræga, eru komnar til Reykjavíkur. Þær birtast nú nánast ljóslifandi í myndum Sigurðar Sævars Magnússonar myndlistarmanns sem í kvöld kl. 20 opnar sína 20. einkasýningu í listhúsinu Smiðjunni við Ármúla í Reykjavík. Meira »

Hreimur Örn gestasöngvari í Salnum

18:35 Annað kvöld klukkan 19:30 verða öll bestu lög Burt Bacharach flutt á tónleikum í Salnum, Kópavogi. Söngkonan Kristín Stefánsdóttir syngur en með henni verður stórskotalið tónlistarmanna. Meira »

Heræfing sama dag „óheppileg tilviljun“

18:27 Samtök hernaðarandstæðinga ætla í sögu- og menningarferð um Þjórsárdal á laugardaginn þar sem þeir hyggjast verja deginum í að skoða náttúru og söguminjar. „Mjög óheppileg tilviljun,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, um heræfingu Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í Þjórsárdal sama dag. Meira »

Fyrirhugaður samruni ógiltur

18:01 Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Meira »

Brotið gegn innkaupareglum

17:42 Brotið var gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Þetta er mat borgarlögmanns, sem segir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hins vegar ekki hafa brotið lög með gjörningum sínum. Meira »

5 mánuðir fyrir árás á fyrrverandi

17:39 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni með því að hafa kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum hljóðhimnan rofnaði og vinstri vígtönn losnaði frá tannholdinu. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

17:33 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka rétt fyrir klukkan fimm í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir fluttir á slysadeild en ekki er vitað um meiðsli þeirra að svo stöddu. Meira »

Syngur rokklög í blóðugu prestagervi 

16:46 Stefán Jakobsson eða Stebba Jak þarf varla að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27.október og 3.nóvember í Hofi. Meira »

Tveir gefa kost á sér til formanns BSRB

16:05 Tveir hafa lýst yfir framboði til embættis formanns BSRB, en kosið verður til embættisins á þingi BSRB morgun. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, tilkynnti í byrjun sumars að hún muni ekki gefa kost á sér áfram. Meira »

Beðið svara ráðuneyta um ný leyfi

16:04 Laxeldisfyrirtækin hafa sótt um bráðabirgðaleyfi til viðkomandi ráðuneyta til að stunda áfram laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði, þrátt fyrir ógildingu úrskurðarnefndar á leyfunum. Meira »

Tók veski af manni í hjólastól

16:00 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi sl. föstudag karlmann í hálfsárs fangelsi fyrir ítrekuð brot sem m.a. voru framin er hann var enn á skilorði. Var manninum þá dæmt til refsiþyngingar að hafa stolið veski af manni í hjólastól. Meira »

Reyndi að bera út systur sína

15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann og konu í 30 daga fangelsi fyrir húsbrot, fyrir að hafa í júlí 2016 ruðst inn í húsnæði systur konunnar í heimildaleysi með því að kalla eftir aðstoð Neyðarþjónustunnar sem boraði upp lás á dyrum fasteignarinnar. Meira »

Hæstiréttur staðfestir lögbann

15:22 Hæstiréttur staðfesti í dag lögbönn sem STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, fóru fram á að lögð yrðu við því að tvö netveitufyrirtæki veittu viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðum, svokölluðum torrent-síðum, þar sem hægt er að nálgast höfundarréttarvarið efni án endurgjalds. Meira »

Dæmdur fyrir að falsa hæfnipróf

15:07 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, en manninum var gefið að sök að hafa falsað afrit af hæfniprófi við umsókn sína um endurútgáfu flugliðaskírteinis hjá Samgöngustofu. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Íbúð til leigu á Seltjarnarnesi
Íbúð í einbýlishúsi með sérinngangi. Óskum eftir snyrtilegum, reyklausum og tr...