Skammaður af ESB-sinnum

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur.
Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur. mbl.is

„Ég var skammaður af Evrópusambandssinum fyrir að halda því fram að það væri glapræði að leggja inn umsókn án þess að hafa tryggt nauðsynlegt pólitískt bakland áður. Ég var sakaður um að mála skrattann á vegginn," segir Eiríkur Bergmann Einarsson Evrópufræðingur og höfundur nýrrar bókar um Evrópumál

„Ég var sakaður um að mála skrattann á vegginn og fyrir að vera með svartsýnisraus. Þetta væri að sjálfsögðu ekkert mál," segir Eiríkur Bergmann, höfundur bókarinnar, Frá Evróvisjón til evru, um Evrópusamrunann, sem kemur út í dag.

„Þetta er auðvitað miklu stærri ákvörðun því um leið og þú tekur ákvörðun um umsókn ertu búinn að segja við viðsemjendur þína að við séum á þessari leið. Ef við hins vegar hættum við í miðju ferlinu, eins og töluverðar líkur eru á, það þarf ekki annað en að skipta um ríkisstjórn, til þess að umsóknin sé dregin til baka, þá erum við kannski búin að eyðileggja stöðu okkar í EES-samstarfinu vegna þess að við uppfyllum ekki skilyrði samningsins.

Evrópusambandið hefur sagt að það vilji breyta EES í eins konar örríkjabandalag, sem myndi ekki þjóna hagsmunum okkar. Þannig að það er ýmislegt komið í gang sem gæti komið okkur í koll.

Með því að draga umsóknina til baka erum við endanlega búin að lýsa því yfir að við ætlum ekki að vera í Evrópusambandinu og þá erum við væntanlega krafin um að uppfylla EES-samninginn sem við gerum ekki eftir setningu neyðarlaganna síðasta haust. Það getur haft slæmar afleiðingar að klúðra þessu."

Umræðan á villigötum

– Því er stundum haldið fram að aðild að ESB snúist um fiskveiðimálin nær eingöngu. Telurðu að þessi umræða sé á villigötum?

„Já. Þetta er miklu stærra mál en af hefur verið látið. Það er hverjum einasta steini í samskiptum þess ríkis sem sækir um aðild við öll 27 aðildarríki sambandsins velt upp í þessu ferli, hverjum einasta. Þetta er ekkert einkamál Íslendinga hvort við verðum aðilar að Evrópusambandinu eða ekki eins og skilja hefur mátt á umræðunni.

Hún snýst um það hvort við viljum verða aðilar að þessu bandalagi eða ekki. Hún hefur aldrei snúist um hvort við fáum inngöngu í sambandið. Svo er önnur hlið á þessum peningi sem þyrfti að skoða líka. Við getum sótt um aðild en við getum ekki ákveðið að fá inngöngu. Það er í höndum annarra."

Tilraun til nýbreytni

Eiríkur rekur aðildarferlið í nýrri bók sinni sem hann segir tilraun til að fjalla um Evrópumál á læsilegan og auðlesinn hátt fyrir leikmenn.

Hann rekur þar Evrópusamrunann allt aftur til friðarsamninganna í Vestfalíu árið 1648 til sameiningar Evrópu í Efnahagsbandalaginu eftir síðari heimsstyrjöldina og svo sögu sambandsins áfram til okkar daga. Hann víkur einnig að aðildarferlinu eins og það snýr að Íslandi en þar kemur fram hve margbrotið það er.

„Þetta eru um 2.000 meiri háttar ákvarðanir og þúsundir manna sem að þessu koma, ef ekki tugþúsundir.

Þeir sem einblína á Spánverja og fiskinn í umræðunni eru á villigötum."

Snýst að miklu leyti um uppgjörið við bankahrunið

– Hvernig þá?

„Þetta snýst að miklu stærra leyti um uppgjör Íslands við hrunið.

Evrópusambandið þarf að taka um 2.000 meiri háttar ákvarðanir áður en Ísland getur gengið í sambandið. Og það sem meira er, allar þessar um 2.000 ákvarðana verða, hver og ein og einasta, að falla Íslandi í vil.

Þannig að það eru um 2.000 meiri háttar ákvarðanir sem standa í vegi Evrópusambandsaðildar Íslands. Og það er aðeins Evrópusambandsmegin. Ferlið er flókið.

Í fyrsta lagi þarf framkvæmdastjórn sambandsins að komast að þeirri niðurstöðu að það eigi að hefja formlegar aðildarviðræður við Ísland. Síðan þurfa 27 aðildarríki ráðherraráðsins að samþykkja að hefja aðildarviðræðurnar.

Að því loknu er það sérstök ákvörðun að opna hvern og einn af þessum 35 efnisköflum sem semja þarf um, svo sem um landbúnaðar- og peningamál. Til að mynda í tilviki Tyrklands er aðeins búið að opna nokkra þessara kafla.

Það eru því 27 ríki sem þurfa að samþykkja að opna hvern og einn efniskafla. Það eru aftur 27 sinnum 35 sem gera 945. Síðan þarf að ná samningum um alla þessa efniskafla, sem aftur gera 945 yfirferðir. Þetta eru því samtals 1.890 kaflar.

Síðan þarf framkvæmdastjórnin að ljúka aðildarsamningnum í heild sinn. Svo þarf ráðherraráðið, sem 27 ríki eiga aðild að, að samþykkja samninginn fyrir sitt leyti áður en það kemur til kasta Evrópuþingsins að samþykkja samninginn.

Að því loknu þurfa þjóðþing allra aðildarríkjanna, sem eru 27, líka að samþykkja aðildarsamninginn. Og ekki nóg með það. Þau starfa hvert með sínum hætti. Sum þessara ríkja eru sambandsríki, eins og Þýskaland, þar sem eru 12 sambandsríki," segir Eiríkur Bergmann Einarsson.

Bókin Frá Evróvisjón til evru kemur út í dag.
Bókin Frá Evróvisjón til evru kemur út í dag. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hæstánægð með Landsmótið

20:35 „Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún segir viðbrögð við breyttu fyrirkomulagi hafa verið góð. Meira »

Eiginlega bara eins og það gerist verst

19:15 Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Meira »

ESB versti óvinur Trumps

19:00 Versti óvinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á heimsvísu er Evrópusambandið, en á eftir koma klassískir keppinautar Bandaríkjanna, Rússland og Kína. Meira »

Frakkar á Ingólfstorgi sáttir við sína

18:17 „Ég hélt að leikurinn yrði auðveldari því við höfum reynslu af úrslitaleikjum,“ sagði George sem staddur var á Ingólfstorgi og fylgdist með Frökkum landa heimsmeistaratitli í knattspyrnu. Meira »

Tilkynnt um flík í sjónum

18:08 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að störfum við Bryggjuhverfi í Grafarvogi, eftir að tilkynning barst um að þar væri flík í sjónum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist vera sem um blautgalla sé að ræða. Meira »

„Sum hjólför hverfa ekki“

17:35 Erlendir ferðamenn óskuðu í dag eftir aðstoð rekstraraðila í Kerlingarfjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreiðar sínar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerlingarfjalla og Setursins, hálendisskála ferðaklúbbsins 4x4. Akstur er bannaður á svæðinu og lögregla var kölluð til. Meira »

Hnúfubakar komnir lengst inn að Polli

16:50 „Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn. Meira »

Úrvalsstemning á Ingólfstorgi

15:55 Stuðningsmenn Frakka, Króata og aðrir áhugamenn um fótbolta eru samankomnir á HM-torginu á Ingólfstorgi og þar var stemningin mikil, enda úrslitaleikur HM í Rússlandi í fullum gangi og leikurinn líflegur framan af. Meira »

Rannsókn lokið á vettvangi

13:34 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið við rannsókn á vettvangi sumarbústaðarins í Grímsnesi þar sem eldur kom upp í nótt. Rannsókninni er þó ekki lokið og er lögregla ekki tilbúin að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Aftur í örmum skírnarvottsins

11:06 Þegar George Valdimar Tiedemann, sem er íslenskur í móðurættina, mætti í aldarafmæli gamals hermanns, Vincents Hermansons, á dögunum bjóst hann ekki við að enda í fanginu á afmælisbarninu. En það gerðist samt. Meira »

Eldur í sumarbústað á Suðurlandi

10:28 Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í nótt eftir að upp kom eldur í sumarbústað á Suðurlandi. Í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu segir að útkallið hafi borist slökkviliði rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Meira »

Hæsti hiti ársins í Reykjavík

09:19 Hitinn í Reykjavík mældist klukkan átta í morgun 14,2 gráður. Um er að ræða hæsta hita ársins í höfuðborginni, en áður hafði hann hæstur orðið 13,4 stig. Meira »

Mun loks fara að sjást til sólar

08:16 Búast má við vindi úr austan- og norðaustanátt í dag, allt að 8-15 metrum á sekúndu, en hvassast verður syðst. Víða verður dálítil væta framan af morgni, en stytta mun fljótlega upp sunnan- og austanlands. Meira »

Handteknir grunaðir um þjófnað

07:08 Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Eru mennirnir grunaðir um þjófnað úr verslunum og hafa verið vistaðir í fangageymslu lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

Kvíði fylgir samfélagsmiðlum

Í gær, 21:30 „Þetta er samt enginn dans á rósum, við erum oft að vinna í 12 tíma á dag, sofum lítið, alltaf með kvíða því við verðum að klára auglýsingar en við þurfum samt að muna að vlogga. Það fylgir þessu mikill kvíði. Ég held að fólk vanmeti kvíðann sem fylgir samfélagsmiðlum.“ Meira »

BBC fjallar um íslenskar kirkjur

í gær Hönnunarvefur breska ríkisútvarpsins, BBC Designed, birti í gær grein sem fjallar um íslenskar kirkjur og hönnun þeirra. Greinarhöfundi þykja margar íslenskar kirkjur óvenjulegar og segir sumar þeirra helst minna á bústaði huldufólks. Meira »

„Þarna sérðu, guð er Sandari“

í gær Um helgina fer bæjarhátíðin Sandara- og Rifsaragleði fram í Snæfellsbæ. Fréttaritari mbl.is, Alfons Finnsson, var á svæðinu og segir hann sólina hafa leikið við hátíðargesti í dag. Meira »

Atti kappi við son Assads

í gær „Ég hafði alltaf mjög gaman af stærðfræði í grunnskóla en það er helst að áhuginn hafi kviknað þegar ég byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá fékk ég að kynnast raunverulegri stærðfræði ef svo mætti að orði komast,“ segir Elvar Wang Atlason sem hlaut bronsverðlaun á ólympíuleikunum í stærðfræði. Meira »

Stelpurnar kalla mig mömmu

í gær „Stelpurnar kalla mig mömmu og nú kalla börnin þeirra mig ömmu. Þegar ég segi við vini mína að ég sé að fara til Íslands að heimsækja dætur mínar skilja þeir ekkert hvað ég er að meina. Fólk skilur ekki hvað maður getur orðið náinn skiptinemunum sínum.“ Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Þakefnalagnir.
Allar þakefnalagnirlagnir. Viðhald og viðgerðir. Nýlagnir og endurnýjun. Vanta...
Miði á Guns N´Roses 24.júlí
Til sölu vegna forfalla einn miði í stæði á tónleika Guns N Roses verð: 18.900 ...
Þetta sagði Bjarni Benidikstson á lansdfundi sjálfstæðisflokki 2013
„Ef dugandi fólks og lækna hefði ekki notið við á Landspítalanum hefði ég ...