Afhentu muni tengda Bobby

Hann varð heimsmeistari í Laugardalshöll 1972.
Hann varð heimsmeistari í Laugardalshöll 1972. Rax / Ragnar Axelsson

Nýlega var forsvarsmönnum Laugardælakirkju, þeim Sr. Kristni Ágústi Friðfinnsyni og Ólafi Þóri Þórarinssyni, fulltrúa sóknarnefndar, afhentir nokkrir gripir og pappírar til vörslu til minningar um Bobby Fischer, heimsmeistara í skák, sem hvílir þar í garðinum.

Stöðugur straumur ferðamanna er að gröf meistarans í Laugardælakirkjugarði rétt við Selfoss. Nú síðast heimsótti garðinn Milos Forman, kvikmyndaleikstjórinn heimskunni.

Áhugi er á því hjá sóknarnefndinni að bæta þarna aðstöðu til móttöku ferðamanna og jafnvel að koma þar upp litlu safni til minningar um skákmeistarann og minjagripasölu. Umræddir munir eru vísir að því safni.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert