Kvittað fyrir Icesave

Samkomulagið um Icesave var undirritað fyrir stundu.
Samkomulagið um Icesave var undirritað fyrir stundu.

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, undirritaði fyrir stundu samkomulagið um Icesave fyrir hönd Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Með Guðmundi á fundinum voru fulltrúar breskra og hollenskra stjórnvalda.

Undirritunin fór fram í fundarherbergi í fjármálaráðuneytinu en auk Guðmundar voru viðstödd Áslaug Árnadóttir, sem undirritaði samkomulagið fyrir hönd tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, sem tekur lánið fyrir greiðslu Icesave-skuldbindingarinnar sem ríkið ábyrgist, og þeir Garry Roberts, fulltrúi breskra stjórnvalda, og Johan Barnart, fulltrúi Hollendinga.

Undirritunin fól í sér talsverða pappírsvinnu og tók um hálftíma að ganga frá öllum skjölunum. Var verkinu lokið um hálf eitt leytið eftir hádegi en leiða má líkur að því að þessi dagsetning rati í sögubækur framtíðarinnar.

Kvitta þurfti á margar blaðsíður en fundurinn var lokaður og fór fram að fjölmiðlum fjarstöddum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert