Lántökur á Evrusvæði helmingi lægri en hér

Evrur.
Evrur. Reuters

The Financial Times reyndi í gær að varpa ljósi á lántökur Íslands, Írlands og Bretlands til að gera þær bæði skiljanlegri og sýna fram á alvarleika þeirra. Bent er á að oft sé sagt að lántaka jafngildi ákveðinni prósentu af vergri landsframleiðslu.

Sett er fram grafísk mynd af lántökum landanna auk nokkurra annarra landa, þar sem skilgreint er hversu mikla byrði hver einstaklingur í landinu, ber af lántökunni vikulega í pundum.

Samkvæmt myndinni hér, nema lántökur Íslendinga um 51 pundi á mann á viku, eða rúmum 10.000 krónum. Hjá Bretum nemur upphæðin um 56 pundum á mann á viku á meðan að meðal tímakaup þar er rétt yfir tíu pundunum.

Fram kemur að bilið milli stærstu lántakenda og annarra þjóða er verulegt. Á Evrusvæðinu séu lántökur að meðaltali helmingi lægri en t.d. hjá Bretum og Íslendingum ef tekið er mið af myndinni sem sýnir lántökur per mann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert