Íslendingar halda jól með Obama

Anna Soffía ásamt eiginmanni sínum og sonum með Obama á ...
Anna Soffía ásamt eiginmanni sínum og sonum með Obama á jóladag
 „Þau voru virkilega yndisleg og með góðan húmor," segir Anna Soffía Ryan sem ásamt fjölskyldu sinni borðaði hádegismat með Barack og Michelle Obama á jóladag. „Þórarinn yngri sonur okkar var í jakkafötum með vasaklút og Obama var rosalega hrifinn af honum, hrósaði fötunum hans og sýndi Michelle hvað hann væri flottur."

Anna Soffía er búsett á Kailua á Hawaí ásamt eiginmanni sínum, John Michael Ryan, og tveimur sonum, þeim William Patrick og Þórarinn Edward. Forsetahjónin mættu þar til jólamáltíðar til heiðurs hermönnum, en eiginmaður Önnu Soffíu er einmitt hermaður. „Obama gekk á milli borða og spjallaði við menn. Á næsta borði við okkur var hermaður sem tók ekki eftir honum svo hann sagði við hann „fyrirgefðu, mér þykir leitt að vera að trufla þig," og þá spratt hermaðurinn upp þegar hann sá hver þetta var," segir Anna og lýsir Obama sem alþýðlegum og skemmtilegum manni.

„Hann var líka að stríða öðrum hermanni á því að það skaðaði nú ekki að borða aðeins meira grænmeti með jólamatnum. Svo þegar hann kom og talaði við okkur missti yngri sonur okkar lit á gólfið og Obama beygði sig niður og rétti honum aftur. Það hefðu ekki allir gert það."

Michelle forvitin um jólasveinana 13

Fyrir Önnu Soffíu er nýjabrumið reyndar alveg farið af Obama því þetta er í annað skipti sem hún borðar jólamáltíð með honum á Hawaí. „Við reynum að halda í báðar hefðir, íslensku og amerísku, og höfum jólamatinn á aðfangadagskvöld en förum eftir hádegi á jóladag og borðum með hernum og Obama kom þangað líka í fyrra." Á annan í jólum fór fjölskyldan saman að spila mínigolf og deildu þá vellinum með Obama fjölskyldunni, og fjölda lífvarða.  

Hún segir forsetafrúna vera yndislega konu eins og orð fer af henni og hún hafi spjallað við strákana hennar um hvað þeir hafi fengið frá jólasveininum. „Ég sagði henni að við værum frá Íslandi og þar væru 13 jólasveinar svo þetta væri svolítið flókið fyrir þá og henni fannst það  merkilegt."

Þeir Þórarinn og William voru örlítið feimnir við forsetahjónin en gerðu sér þó ekki grein fyrir hver þau væru. „Við vorum að reyna að útskýra fyrir þeim að þetta væri svolítið merkilegur maður sem væri oft í sjónvarpinu," segir Anna Soffía. Hún lætur vel af jólunum á Hawaí og segir heimamenn stolta af því að forsetinn kjósi að heimsækja æskuslóðirnar um jólin. Honum fylgi þó mikil öryggisgæsla auk þess sem óvenjumargir taki með sér myndavélar á ströndina þessa dagana, sennilega í von um að sjá til forsetans.

Á Hawaí er nú um 25 stiga hiti og þótt fjölskylda Önnu Soffíu líki lífið þar vel er greinilegt að íslenskur uppruni segir til sín hjá sonunum tveimur um jólin. „Í gær vildi strákurinn okkar endilega búa til snjókarl því það væru jól. Við urðum að gera eitthvað fyrir hann svo við fórum niður á strönd og bjuggum til snjókarl úr sandi!"

Michella og Barack Obama heilsa upp á Önnu Soffíu og ...
Michella og Barack Obama heilsa upp á Önnu Soffíu og Þórarinn son hennar, en Obama hjónin voru afar hrifin af sparifötunum hans.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sífellt fleiri sækja í léttari jólamat

08:18 Íslendingar eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum. Í ár verður hamborgarhryggur og hangikjöt víða á borðum en þó virðast æ fleiri tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. Meira »

Vilja heimakennslu vegna slæms ástands vegarins

07:57 Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, lagði fram erindi, að beiðni foreldra, á fundi byggðaráðs Húnaþings um greiðslu vegna heimakennslu barna. Meira »

Reykhólaleið talin vænlegust

07:37 Niðurstöður valkostagreiningar verkfræðistofu á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp benda til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti leiðarvalskosturinn. Það er leiðin sem norska verkfræðistofan Multiconsult lagði til í júní. Meira »

Lægðirnar koma í röðum

06:57 Útlit er fyrir allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu og í kvöld og nótt fer miðja lægðar yfir landið. Á morgun nálgast síðan næsta lægð úr suðri. Um helgina geta landsmenn huggað sig við það að veðrið verður heilt yfir rólegra en það hefur verið í vikunni. Meira »

Loðdýrabúum fækkar hratt

06:47 Fimm minkabændur hafa hætt rekstri frá því í nóvember og eru einungis 13 loðdýrabú eftir á landinu en voru flest 240 talsins á níunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt Bændablaðsins í dag. Meira »

Ráðist á hótelstarfsfólk

05:51 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um miðnætti á hóteli í hverfi 105 en báðir höfðu ógnað fólki með hnífum. Um tvö aðskilin atvik er að ræða. Á öðru hóteli beit kona í annarlegu ástandi starfsmann þannig að úr blæddi. Meira »

Ólíklegt að náist fyrir áramót

05:30 Litlar sem engar líkur eru taldar á að takast muni að ljúka gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum fyrir áramót, þegar gildandi samningar renna út. Mikil vinna og fundarhöld eru þó í gangi milli viðsemjenda og í vinnuhópum og undirnefndum um fjölmörg mál. Meira »

Stöðug barátta foreldra Lovísu Lindar

05:30 Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður þriggja ára í febrúar, er með afar sjaldgæfan litningagalla í geni sem kallast SCN2A. Auk þess er hún með sex aðrar greiningar og er hreyfi- og þroskahömluð. Meira »

Laun hjúkrunarfræðinga of lág

05:30 Bráðalegudeild Landspítalans var á dagskrá velferðarnefndar Alþingis í gær.  Meira »

Fá endurhæfingarúrræði fyrir konur í fíknimeðferð

05:30 „Í þeim meðferðarúrræðum sem SÁÁ býður upp á hallar mjög á konur. Stærsti vandinn felst í því að það vantar endurhæfingarúrræði fyrir þær,“ segir Víðir Sigrúnarson geðæknir sem starfar sem sérfræðilæknir í fíknisjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Meira »

Almenningssamgöngur tryggðar næsta árið

05:30 Vegagerðin hefur lokið samningum við öll landshlutasamtök sveitarfélaga um almenningssamgöngur á næsta ári, nema Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Þar mun Vegagerðin taka yfir rekstur almenningssamgangna og semja við alla verktaka og Strætó bs. Meira »

Biðja fyrir frekari snjókomu og frosti

05:30 „Um leið og það kemur smá klaki niðri í bæ þá heldur fólk að það sé snjólaust í fjallinu. Svo er ekki og við verðum með opið í dag,“ segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri. Meira »

Engar reglur um jólaberserki

05:30 „Fyrr má nú skreyta en ofskreyta. Það má eiginlega segja að menn gangi hreinlega af göflunum þegar verst lætur,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, sem telur að bráðsmitandi jólaskreytingaæði breiðist út og magnist með hverju árinu. Meira »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni og styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Í gær, 20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...