Íslendingar halda jól með Obama

Anna Soffía ásamt eiginmanni sínum og sonum með Obama á ...
Anna Soffía ásamt eiginmanni sínum og sonum með Obama á jóladag
 „Þau voru virkilega yndisleg og með góðan húmor," segir Anna Soffía Ryan sem ásamt fjölskyldu sinni borðaði hádegismat með Barack og Michelle Obama á jóladag. „Þórarinn yngri sonur okkar var í jakkafötum með vasaklút og Obama var rosalega hrifinn af honum, hrósaði fötunum hans og sýndi Michelle hvað hann væri flottur."

Anna Soffía er búsett á Kailua á Hawaí ásamt eiginmanni sínum, John Michael Ryan, og tveimur sonum, þeim William Patrick og Þórarinn Edward. Forsetahjónin mættu þar til jólamáltíðar til heiðurs hermönnum, en eiginmaður Önnu Soffíu er einmitt hermaður. „Obama gekk á milli borða og spjallaði við menn. Á næsta borði við okkur var hermaður sem tók ekki eftir honum svo hann sagði við hann „fyrirgefðu, mér þykir leitt að vera að trufla þig," og þá spratt hermaðurinn upp þegar hann sá hver þetta var," segir Anna og lýsir Obama sem alþýðlegum og skemmtilegum manni.

„Hann var líka að stríða öðrum hermanni á því að það skaðaði nú ekki að borða aðeins meira grænmeti með jólamatnum. Svo þegar hann kom og talaði við okkur missti yngri sonur okkar lit á gólfið og Obama beygði sig niður og rétti honum aftur. Það hefðu ekki allir gert það."

Michelle forvitin um jólasveinana 13

Fyrir Önnu Soffíu er nýjabrumið reyndar alveg farið af Obama því þetta er í annað skipti sem hún borðar jólamáltíð með honum á Hawaí. „Við reynum að halda í báðar hefðir, íslensku og amerísku, og höfum jólamatinn á aðfangadagskvöld en förum eftir hádegi á jóladag og borðum með hernum og Obama kom þangað líka í fyrra." Á annan í jólum fór fjölskyldan saman að spila mínigolf og deildu þá vellinum með Obama fjölskyldunni, og fjölda lífvarða.  

Hún segir forsetafrúna vera yndislega konu eins og orð fer af henni og hún hafi spjallað við strákana hennar um hvað þeir hafi fengið frá jólasveininum. „Ég sagði henni að við værum frá Íslandi og þar væru 13 jólasveinar svo þetta væri svolítið flókið fyrir þá og henni fannst það  merkilegt."

Þeir Þórarinn og William voru örlítið feimnir við forsetahjónin en gerðu sér þó ekki grein fyrir hver þau væru. „Við vorum að reyna að útskýra fyrir þeim að þetta væri svolítið merkilegur maður sem væri oft í sjónvarpinu," segir Anna Soffía. Hún lætur vel af jólunum á Hawaí og segir heimamenn stolta af því að forsetinn kjósi að heimsækja æskuslóðirnar um jólin. Honum fylgi þó mikil öryggisgæsla auk þess sem óvenjumargir taki með sér myndavélar á ströndina þessa dagana, sennilega í von um að sjá til forsetans.

Á Hawaí er nú um 25 stiga hiti og þótt fjölskylda Önnu Soffíu líki lífið þar vel er greinilegt að íslenskur uppruni segir til sín hjá sonunum tveimur um jólin. „Í gær vildi strákurinn okkar endilega búa til snjókarl því það væru jól. Við urðum að gera eitthvað fyrir hann svo við fórum niður á strönd og bjuggum til snjókarl úr sandi!"

Michella og Barack Obama heilsa upp á Önnu Soffíu og ...
Michella og Barack Obama heilsa upp á Önnu Soffíu og Þórarinn son hennar, en Obama hjónin voru afar hrifin af sparifötunum hans.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tillaga um kynjavakt endurflutt

Í gær, 21:20 Átta þingmenn VG lögðu fram í annað sinn þings­álykt­un­ar­til­lögu um að for­seta þings­ins verði falið að koma á fót kynja­vakt Alþing­is. Kynjavaktinni er ætlað að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis. Meira »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

Í gær, 21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

Í gær, 20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

Í gær, 20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

Í gær, 20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

Í gær, 19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

Í gær, 19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

Í gær, 19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

Í gær, 18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

Í gær, 18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

Í gær, 17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

Í gær, 17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Vertu úti

Í gær, 17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

Í gær, 16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

Í gær, 16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

Í gær, 16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá eru í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

Í gær, 16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

Í gær, 16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...