Tæplega 53 þúsund einstaklingar hafa ritað undir áskorun til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, á vef InDefence um að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar og samningurinn verði borinn undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fulltrúar InDefence munu hitta forseta Íslands að máli á morgun, laugardaginn 2. janúar, en hægt verður að rita undir áskorunina þar til forsetinn hefur tekið ákvörðun um hvort hann ritar undir lögin.
Hér er hægt að rita undir áskorunina