Tæplega 53 þúsund undirskriftir

Tugir mótmælenda mótmæltu við Bessastaði í gær
Tugir mótmælenda mótmæltu við Bessastaði í gær mbl.is/Ómar

Tæplega 53 þúsund einstaklingar hafa ritað undir áskorun til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, á vef InDefence um að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar og samningurinn verði borinn undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fulltrúar InDefence munu hitta forseta Íslands að máli á morgun, laugardaginn 2. janúar, en hægt verður að rita undir áskorunina þar til forsetinn hefur tekið ákvörðun um hvort hann ritar undir lögin.

Hér er hægt að rita undir áskorunina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert