BM Vallá fær heimild til greiðslustöðvunar

Feðgarnir Þorsteinn og Víglundur Þorsteinsson. Þorsteinn er forstjóri félagsins en ...
Feðgarnir Þorsteinn og Víglundur Þorsteinsson. Þorsteinn er forstjóri félagsins en Víglundur stjórnarformaður mbl.is/Eggert Jóhannesson

BM Vallá fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar svo unnt verði að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Mikill samdráttur hefur verið í verklegum framkvæmdum og hefur velta BM Vallár farið úr tæpum 10 milljörðum króna 2007 í tæpa 5 milljarða árið 2009. Á sama tímabili hefur starfsmönnum fækkað úr liðlega 500 í 232, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Þar kemur fram að  undanfarið ár hefur starfsfólkið unnið hörðum höndum að endurskipulagningu félagsins með víðtækum sparnaðar- og hagræðingaraðgerðum í góðri samvinnu við helstu lánadrottna félagsins.

Áætlanir um fjárhagslega endurskipulagningu BM Vallár hafa verið kynntar helstu lánveitendum félagsins. Að höfðu samráði við þá var talið rétt að óska formlegrar greiðslustöðvunar með aðstoðarmanni svo ljúka mætti verkinu á hlutlægan og skipulegan hátt, samkvæmt tilkynningu.

Aðstoðarmaður félagsins í greiðslustöðvunarferlinu er Óskar Sigurðsson hrl.

Fram kemur í tilkynningu BM Vallár, að gengisfall krónunnar hafi tvöfaldað langtímaskuldir félagsins og hækkað verð á aðföngum og hráefni sem fyrirtækið notar.

„Á einstökum framleiðslusviðum fyrirtækisins varð magnsamdráttur sem nam frá 40-70%. Mestur samdráttur var í nýframkvæmdum en minni í sérstökum verkefnum svo sem við Bolungarvíkurgöng og jarðgöngin í Héðinsfirði.

Þá reyndist sala á framleiðsluvörum til viðgerða og viðhalds fasteigna halda vel sjó. Sama er að segja um sölu á vörum fyrir garða og umhverfið. Eftir mikinn samdrátt undanfarinna missera sjást nú loks fyrstu merki um viðsnúning," segir í tilkynningunni.

Áætlanir félagsins fyrir árið 2010 gera ráð fyrir að botni verði náð á fyrsta ársfjórðungi og að velta ársins verði á bilinu 5,2-5,6 milljarðar króna og að afkoman á árinu verði vel viðunandi að lokinni endurskipulagningu.

BM Vallá er með starfsemi á 11 stöðum á landinu. Helstu framleiðsluvörur fyrirtækisins eru steinsteypa, völsun þakstáls og áls, húshlutaeiningar úr steinsteypu, stáli og límtré, hellur og steinar og fleiri vörur til garða og umhverfis, þurrblöndur til múrverks og margt fleira.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Telja ákvörðun skipulagsnefndar ólögmæta

07:57 Biokraft sem á tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ telur að ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra um að synja breytingum á deiliskipulagi sem heimila stærri vindrafstöðvar sé ólögmæt. Meira »

Engu nær eftir 4 ára þrautagöngu

07:37 Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hafnað öllum kröfum Karls Sigurhjartarsonar á hendur Orkuveitu Reykjavíkur vegna hitunarkostnaðar sumarhúss Karls í Borgarfirði. Meira »

Hvessir mjög á landinu

06:47 Spáð er suðaustanstormi eða -roki víða á landinu á morgun, jafnvel ofsaveðri vestantil.  Meira »

Minni skjálftar í nótt

05:36 Tugir skjálfta urðu við Grímsey í nótt en allir voru þeir litlir, sá stærsti var 2,2 stig. 71 jarðskjálfti yfir 3 af stærð hefur orðið á landinu síðustu tvo sólarhringa. Meira »

Búist við enn stærri skjálfta

05:30 Skjálftahrinur eru algengar á Grímseyjarbeltinu, en hrinur af svipaðri stærð og sú sem nú stendur yfir urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Fjarlægja þarf olíu í Skerjafirði

05:30 Nauðsynlegt getur reynst að fara í umfangsmikla hreinsun áður en ný íbúðarbyggð rís við Skerjafjörð. Vitað er að mikil olíumengun er í jarðvegi þar sem athafnasvæði Skeljungs var á árum áður. Meira »

Alls óákveðið hjá ASÍ

05:30 Þau fjórtán aðildarfélög BHM sem gengu frá endurnýjun kjarasamninga við samninganefnd ríkisins á dögunum hafa nú samþykkt samningana. Meira »

Háar dagsektir vegna rafvagna

05:30 Strætó bs. reiknar 50 þúsund króna sektir á vagn á kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus fyrir hvern dag sem afhending strætisvagna frá fyrirtækinu dregst. Meira »

Girt fyrir lán gegn veðum í eigin bréfum

05:30 Bönkum hefur verið óheimilt að lána gegn veði í eigin hlutabréfum frá árinu 2010. Hið sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf þeirra. Meira »

Sveitarfélög ráði fjölda fulltrúa

05:30 „Við teljum að sveitarfélögin eigi að ákveða sjálf fjölda fulltrúa í sveitarstjórn,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Meira »

Lítið næði til loðnuveiða

05:30 Íslensk, færeysk og grænlenskt loðnuskip voru í gær að veiðum út af Vík, en lítið næði hefur verið til veiða þar vegna veðurs síðan á sunnudag og veðurútlit er ekki gott í vikunni. Meira »

Ljósabekkjum fækkar stöðugt

05:30 Ljósabekkjum hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum, samkvæmt talningu sem Geislavarnir ríkisins stóðu fyrir.  Meira »

Föst í sjö mánuði í Kvennaathvarfinu

Í gær, 22:57 Maaria Pïvinen frá Finnlandi hefur neyðst til að dvelja í Kvennahvarfinu í tæpa sjö mánuði vegna þess að forræðisdeila hennar við íslenskan barnsföður hefur dregist á langinn. Meira »

Herbergjum á lungnadeild lokað

Í gær, 22:05 Í eftirlitsheimsókn starfsmanna Vinnueftirlitsins á lungnadeild A6 í Landspítalanum að Fossvogi þann 29. janúar fundust meðal annars rakaskemmdir og megn fúkkalykt í vaktherbergi merktu 618 og lyfjaherbergi nr. 626. Fyrir vikið var öll vinna bönnuð í herbergjunum þar til búið er að gera þar úrbætur. Meira »

„Hægt og rólega kemur þjóðin með“

Í gær, 22:00 Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar fór fram um helgina og hafa sex lög verið valin til að taka þátt í úrslitaþættinum 3. mars. Eitt þessara laga verður framlag okkar Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri keppninnar kíkti í Magasínið. Meira »

„Risavaxnir“ almannahagsmunir

Í gær, 22:44 „Ég er hjartanlega sammála hæstvirtum þingmanni um að um þetta eigi að ríkja eins mikið gagnsæi og mögulegt er því að hér er um risavaxna almannahagsmuni að ræða,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag um söluna á hlut ríkisins í Arion banka. Meira »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...