Brautskráning úr RES Orkuskóla

Útskráning meistaranema í endurnýjanlegum orkufræðum frá RES Orkuskóla þann 19. ...
Útskráning meistaranema í endurnýjanlegum orkufræðum frá RES Orkuskóla þann 19. febrúar 2010.

Þrjátíu og fimm nemendur frá ellefu þjóðlöndum voru í dag brautskráðir með M.Sc. gráðu í endurnýjanlegum orkumfræðum frá RES Orkuskóla á Akureyri. Tveir Íslendingar voru á meðal útskriftarnema, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir og Ívar Baldvinsson.

Er þetta önnur brautskráning RES Orkuskólans (RES – the School for Renewable Energy Science). Nemendur stunda námið í eitt ár samfleytt og luku nemendur prófum af fjórum námsbrautum. Þrír nemendur úr útskriftarhópnum fengu viðurkenningar fyrir námsárangur yfir 9 í meðaleinkunn.

Samkvæmt tilkynningu frá RES Orkuskóla koma 65 kennarar, sem eru bæði innlendir og erlendir prófessorar og fræðimenn að kennslunni. Skólinn hefur nána samvinnu við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og er meistarargráða nemendanna veitt sameiginlega frá háskólunum.

 Dr. Björn Gunnarsson, forstöðumaður RES Orkuskóla, segir  í tilkynningu skólann stöðugt að festa sig í sessi og skapa sér nafn fyrir einstakt nám á heimsvísu. RES hafi samstarfssamninga við um 35 erlenda háskóla og í gegnum þau tengsl koma nemendur að skólanum. Líkt og á síðasta ári séu Pólverjar fjölmennastir í útskriftarhópnum en áhugi á skólanum fari greinilega vaxandi í háskólunum í Norður-Ameríku, sem  hafi skilað hefur fjölgun nemenda af því heimssvæði. 

 „Við njótum þess að allir þekktustu sérfræðingar hérlendis í orkumálum koma að kennslu eða eru leiðbeinendur með rannsóknarverkefnum. Erlendis er skólinn mjög vel þekktur hjá þeim sem eru að sinna orkumálum og ég tel okkur því hafa náð góðum árangri í að gera skólann eftirsóttan og þekktan á heimsvísu. Nafn okkar verður líka ennþá þekktara eftir því sem við útskrifum fleiri nemendur. Við höldum sambandi við útskriftarnema okkar frá í fyrra og það fólk er að miklum meirihluta farið áfram í doktorsnám eða störf inni í þekktum háskólum erlendis. Allt byggist þetta starf á mikilli innlendri þekkingu í orkufræðum og það sem uppá vantar hér innanlands sækjum við til hátt metinna fræðimanna erlendis. Námið er því í hæsta gæðaflokki,“ segir dr. Björn Gunnarsson.

Íslensku meistararnir í endurnýjanlegum orkufræðum sem útskrifuðust í dag frá ...
Íslensku meistararnir í endurnýjanlegum orkufræðum sem útskrifuðust í dag frá RES Orkuskólanum á Akureyri. Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir og Ívar Baldvinsson.
Frá brautskráningu meistaranema í endurnýjanlegum orkufræðum frá RES Orkuskólanum á ...
Frá brautskráningu meistaranema í endurnýjanlegum orkufræðum frá RES Orkuskólanum á Akureyri. Þrír nemendur fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á prófinu. Frá vinstri Zsuzanna Maria Vitai, Ungverjalandi, með 8,97 í meðaleinkunn, Michael J. Hoban, Bandaríkjunum með 9,01 í meðaleinkunn og Tryana Veronica Garza-Cruz frá Mexíkó með 9,03 í meðaleinkunn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar

07:57 Þörf er á fullkomnari aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli ef hann á að geta þjónað reglulegu millilandaflugi eins og heimamenn vilja. Þá er þörf á því að stækka flugstöðina og flughlaðið. Meira »

Tillaga sjálfstæðismanna felld

07:37 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutt var af Kjartani Magnússyni á fundi borgarstjórnar í fyrradag um að undanþiggja Hjálpræðisherinn frá því að greiða gatnagerðar- og byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74, var felld í borgarstjórn í fyrradag með níu atkvæðum gegn fimm. Meira »

Éljagangur á Reykjanesbraut

06:45 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum vegum. Snjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut.  Meira »

Skjálfti upp á 3,2 stig

06:41 Jarðskjálfti sem mældist 3,2 að stærð varð í nótt klukkan 02:14 í norðaustanverðum Öræfajökli. Engin merki eru um gosóróa, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Dagurinn lengist um fimm mínútur

06:06 Sólin hækkar stöðugt á lofti og verður morgundagurinn fimm mínútum lengri en dagurinn í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Vorjafndægur eru 20. mars en þá verður dagurinn um það bil jafnlangur nóttunni. Meira »

Húsleit hjá fiskútflytjanda

05:49 Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks.  Meira »

Aðeins BA með fleiri áfangastaði

05:30 Icelandair flýgur nú á 23 áfangastaði í Bandaríkjunum og Kanada. Nýlega tilkynnti fyrirtækið að það hygðist fljúga til Baltimore, San Francisco og Kansas. Meira »

Taki strætó á spítalann

05:30 Við hönnun umferðarmannvirkja við nýjan Landspítala er gert ráð fyrir að mun hærra hlutfall starfsmanna muni ferðast með strætó en nú er. Þyrfti hlutfallið að margfaldast. Meira »

Bíða stokkalausnar

05:30 Vegagerðin kynnti í haust tillögur til úrbóta á Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garðabæ. Þær fólu í sér talsverðar breytingar á samgöngumannvirkjum og átti að ráðast í framkvæmdir í vor. Meira »

Hörð deila flugliða og Primera

05:30 Fulltrúar Primera Air Nordic SIA mættu ekki á sáttafund með Flugfreyjufélagi Íslands, sem ríkissáttasemjari boðaði til í gær vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi. Meira »

Skortur á legurými er ein helsta skýringin á frestun

05:30 Skortur á legurými er helsta skýring þess að Landspítalinn þarf stundum að grípa til þeirra úrræða að fresta fyrirfram skipulögðum og ákveðnum aðgerðum. Meira »

„Reykjavík er að skrapa botninn“

05:30 „Meirihlutinn ákvað að þæfa málið. Þau hafa ekki viljað ræða þetta,“ segir Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Meira »

Nýtt lyf við ADHD lofar góðu

05:30 Nýtt lyf við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) í börnum hefur gefið góða raun. Niðurstaða úr klínískri rannsókn á lyfinu var að koma út í Nature Communications en hún byggist á uppfinningu sem Hákon Hákonarson læknir og forstöðumaður erfðarannsóknastöðvar barnaspítalans við háskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum birti ásamt fleirum í Nature Genetics árið 2011. Meira »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla hvor sinni öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Reisa nýtt hótel í Vík

05:30 Framkvæmdir eru hafnar við nýtt hótel í Vík í Mýrdal. Hótelið mun bera nafnið Hótel Kría og verða þar 72 herbergi og veislusalur. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Skápur og skúffueining lituð eik
Til sölu. Skápur 105x80x37cm kr 12.000 Skúffueining 72x46x43 kr 12.000 Uppl....
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
 
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...