Þarf að taka tillit til lágmarksneyslu

Um 30% heimila safna skuldum, ganga á aðrar eignir eða hafa dregið svo mikið úr neyslu að „hefðbundin“ lágmarksviðmið íslensks samfélags eiga ekki lengur við hjá þeim.

Þetta eru niðurstöður Kjartans Brodda Bragasonar hagfræðings í skýrslunni „Greiðslugeta heimilanna að teknu tilliti til lágmarksneysluviðmiða“, sem hann vann fyrir Neytendasamtökin. „Að 30% heimila eigi ekki fyrir lágmarksneyslu er há tala,“ segir Kjartan Broddi.

Útreikningar hans, sem byggjast m.a. á tölum frá Seðlabanka og neysluviðmiðum Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, benda til þess að þeir tekjuhópar sem hafa ráðstöfunartekjur undir 350.000 kr. eigi ekki fyrir lágmarksneyslu. Samt er þar ekki gert ráð fyrir að heimilin séu að greiða niður skuldir, heldur eingöngu koma í veg fyrir að þær hækki.

Sjá ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert