Ekki formlegir fundir á næstunni

Samninganefndin kemur heim á morgun.
Samninganefndin kemur heim á morgun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni átti að sögn Guðmundar Árnasonar, sem situr í samninganefndinni, tvo góða fundi í dag, en mun koma heim á morgun.

„Það var bara verið að ræða mögulegar lausnir,“ segir Guðmundur, en vill ekki segja meira um efni viðræðnanna í dag. „Þetta voru vinsamlegir fundir.“

Spurður að þýðingu þess að samninganefndin komi heim á morgun, segir Guðmundur. „Við erum búnir að vera hér í marga daga og ekki endilega fyrirsjáanlegt að það verði beinir fundir á næstunni.“

Hann segist ekki geta sagt til um hvort líkur séu á frekari fundum fyrir næstu helgi, þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave-lögin er fyrirhuguð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert