Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla frá stofnun lýðveldis á Íslandi fer fram í dag: Atkvæði greidd um Icesave-lög

Utankjörfundarkosning fór í Laugardalshöll í gær.
Utankjörfundarkosning fór í Laugardalshöll í gær. Kristinn Ingvarsson

Íslendingar greiða atkvæði um það í dag hvort Icesave-lögin frá því í desember, sem forseti Íslands staðfesti ekki, eigi að halda gildi sínu eða ekki. Er þetta fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins.

Spáð er leiðinlegu kosningaveðri, hvassviðri og jafnvel stormi norðvestanlands og talsverðri úrkomu vestanlands.

Rétt rúmlega 230 þúsund manns eru á kjörskrá. Kosið er eftir sömu reglum og við alþingiskosningar. Kjörstaðir á stærri stöðum eru almennt opnir frá kl. 9-22 en styttri opnunartími er á minni stöðum. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu verður fram haldið í Laugardalshöll í dag milli kl. 10-18. Búist er við fyrstu tölum upp úr kl. 22.

Sjá ítarlega  umfjöllun um þjóðaratkvæðið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert