Tilraunalandið

Tilraunaland Norræna hússins og Háskóla Íslands hefur vakið mikla lukku enda sannkölluð fróðleiksnáma fyrir unga sem aldna. Yfir hundrað nemendur heimsækja sýninguna dag hvern og fullt er út úr dyrum um helgar.

Meðal tilrauna og tækja sem gestir fá að kynnast eru sápukúluborðið, kúlubekkurinn, eldorgelið, risa húsgögn, hvirfilflöskur og strimlaspegill svo eitthvað sé nefnt.

Frá og með 15.maí næstkomandi mun Tilraunalandið svo flytjast út á lóð Norræna hússins þar sem hægt verður að framkvæma tilraunir undir berum himni.

Enginn aðgangseyrir er á sýninguna, allir eru velkomnir en þurfa að skrá sig á www.norraenahusid.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert