Fyrirtaka í máli níumenninganna

Hópur fólks beið fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun
Hópur fólks beið fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirtaka í máli níumenninganna sem eru ákærðir fyrir eru fyrir brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu vegna atburða í desember 2008, hófst klukkan 8:30 í morgun. Nokkur fjöldi fólks var við Héraðsdóm Reykjavíkur en einungis hluta hópsins var hleypt inn í réttarsalinn.

Meðal þeirra sem ekki fengu að fara inn í salinn, sal 101 sem er stærsti salurinn í héraðsdómi, var ljósmyndari Morgunblaðsins. Hann segir að nokkur hópur bíði fyrir utan en samkvæmt dagskrá dómstólsins er áætlað að fyrirtakan taki þrjátíu mínútur.

Lára V. Júlíusdóttir, er settur ríkissaksóknari í málinu. Málið var þingfest 21. janúar en ákæra afturkölluð þegar í ljós kom að þingvörður sem krafðist skaðabóta í málinu er hálfsystir eiginkonu ríkissaksóknara. Taldi ríkissaksóknari sig því vanhæfan til meðferðar málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert