Björk: Rannsóknarnefnd um Magma málið

Björk Guðmundsdóttir á blaðamannafundinum í dag.
Björk Guðmundsdóttir á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Björk Guðmundsdóttir söngkona varpaði fram þeirri spurningu hvort ekki þyrfti rannsóknarskýrslu um söluna á hlut í HS Orku til Magma Energy á blaðamannafundi í Norræna húsinu sem er nýlokið. „Þyrfti ekki að rannsaka markvisst þetta söluferli? Þurfum við að fá skýrslu um söluferlið eins og skýrslu um bankana?“

Björk hélt stutta tölu á fundinum og söng svo þrjú lög en tók ekki við spurningum blaðamanna.

Með fundinum vildi Björk í félagi við þau Oddnýu Eir Ævarsdóttur rithöfund og Jón Þórisson arkitekt hvetja fólk til að mótmæla sölunni til Magma Energy.

Björk benti á að margt væri óljóst varðandi söluna og sagði óeðlilegt að 70% kaupverðisins séu fjármögnuð með kúluláni með veði í bréfunum.

„Ætlum við að borga fyrir Icesave skuldir útrásarvíkinganna með náttúru okkar? Er ekki meiri möguleiki á að við getum borgarð skuldir okkar ef við höldum fullum yfirráðum yfir auðlindum okkar og græðum á þeim sjálf?

Munu barnabörn okkar verða ánægð með hvernig við bregðumst við núna? Munu þau verða sátt við samningana og sölu auðlindanna?,“ spurði Björk Guðmundsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert