Gönguferð yfir Ísland

Kortið sýnir í grófum dráttum hvar leið Belgans mun liggja …
Kortið sýnir í grófum dráttum hvar leið Belgans mun liggja á milli Rifstanga og Kötlutanga. mbl.is/EE

Belginn Louis-Philippe Loncke er nú lagður af stað gangandi frá Rifstanga og ætlar að ganga yfir landið eins og leið liggur að Kötlutanga. Bretinn Chrisopher Mike hefur gengið þessa leið áður en Loncke ætlar að vera fljótari.

Fram kemur á heimasíðu Loncke, að hann hóf gönguna á þriðjudagsmorgun og var um helgina kominn að Dettifossi. Segir á heimasíðunni, að Loncke sé enn að undra sig á íslenska landslaginu og finnist stundum sem hann sé á Mars. 

Loncke er ekki óvanur því að vera einn á ferð með allt sitt hafurtask. Hann gekk m.a. einn síns liðs yfir Simpson eyðimörkina í miðri Ástralíu. Hann stefnir að því að ganga þvert yfir Ísland á 19 dögum. Hann segir að vegalengdin sé 370 km í loftlínu en gönguleiðin nær 560 km. Það þýðir að hann verður að leggja að baki nærri 30 km á dag að jafnaði. Tilgangurinn með gönguferðinni er sá að undirbúa að fara sömu leið á gönguskíðum að vetrarlagi.

Lonke ætlar að gekk þetta áður en Belginn ætlar að vera fljótari og endurtaka leikinn að vetri. Við vorum með frétt um daginn um að Belginn ætli að verða fyrstur til að fara þetta án aðstoðar eða aukavista. Christopher Mike kveðst hafa gert það áður þótt hann hafi verið með varabirgðir í Nýjadal, þá greip hann ekki til þeirra.

Fram kemur á vefnum explorerweb.com, að Bretinn Christopher Mike hafi árið 2008 orðið fyrstur til að ganga þessa leið án þess að fá utanaðkomandi vistir. Hann kom raunar fyrir vistum í Nýjadal áður en hann lagði af stað en notaði þær ekki.

Heimasíða Lonke

Explorerweb.com

Louis-Philippe Loncke.
Louis-Philippe Loncke.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert