Konur og húmor fara ekki saman

Sjónvarpsmaðurinn ástsæli, Frímann Gunnarsson, leggur nú lokahönd á nýja þáttaröð. Þar kynnist hann grínmenningu nágrannaþjóðanna og munu auk Frímanns, helstu grínistar Norðurlandanna koma fram. Til að mynda hinn danski Frank Hvam.

Ferill Frímanns hefur ekki bara verið dans á rósum, þótt hann hafi vissulega notið velgengni. Í gegnum tíðina hafur hann oft átt í listrænum ágreiningi við framleiðendur.

Mbl.is hitti sjónvarpsstjörnuna við bakka Sogsins fyrr í dag og átti við hann opinskátt viðtal. Frímann er að eigin sögn í „sjálfskipaðri útlegð“ í sveitinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert