Efins um stuðning við ákæru

Óvissa er um framgang tillögu um að Alþingi ákæri fyrrverandi ...
Óvissa er um framgang tillögu um að Alþingi ákæri fyrrverandi ráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þingmaður VG telur óvíst að þingmeirihluti sé fyrir tillögum um að Alþingi stefni fyrrverandi ráðherrum fyrir landsdóm. Gagnrýni forsætisráðherra á málsmeðferð kom þingmönnum VG á óvart.

„Það kom mér á óvart að heyra þessa gagnrýni forsætisráðherra. Hún stóð eins og aðrir þingmenn að tillögu um að hleypa þessari rannsókn af stað,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um gagnrýni forsætisráðherra á málsmeðferð þingmannanefndar sem fjallaði um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og ráðherraábyrgð.

Árni Þór Sigurðsson, varaformaður þingflokks VG, tekur undir þetta. Segir að allir hafi vitað frá upphafi að það væri hlutverk þingmannanefndarinnar að fjalla um ráðherraábyrgð og hefði verið eðlilegt að þeir héldu því þá til haga. 

„Þegar nefndin var sett á laggirnar gátu allir gengið að því vísu með hvaða hætti lagaumgjörðin væri. Mér finnst þessi gagnrýni því dálítið seint fram komin núna,“ segir Árni Þór.

Ómakleg gagnrýni

Árni Þór segist ekki geta litið á gagnrýni forsætisráðherra öðruvísi en sem gagnrýni á störf þingmannanefndarinnar, þar á meðal fulltrúa Samfylkingarinnar. „Mér finnst þetta ómakleg gagnrýni. Nefndin hefur verið einróma í störfum sínum, þar til síðast, að kom að ráðherraábyrgðinni en þá skildu leiðir. Öll skref um málsmeðferð voru tekin einum rómi,“ segir Árni Þór.

Björn Valur segist hafa verið undrandi á ræðu Jóhönnu sem honum fannst snúast talsvert um fyrrverandi utanríkisráðherra og sannfæringu hennar um að hún væri saklaus. „Ég hef ekki hugmynd um það, vil bara að það verði leitt í ljós fyrir viðkomandi dómstól.“

Hann segir að forsætisráðherra sé frjálst að hafa sína skoðun á þessum málum. „En það eru vissulega vonbrigði þegar forsætisráðherra, hver sem hann er, efast um réttmæti niðurstöðu þingmannanefndar af því tagi sem hér um ræðir. Þetta snýst um uppgjör við þessa erfiðu tíma, efnahagshrunið. Það hefði verið æskilegra að sá sem leiðir ríkisstjórnina, leiðir stjórnmálalífið, hefði verið afdráttarlausari í stuðningi sínum við uppgjörið, þar á meðal niðurstöðu þingmannanefndarinnar,“ segir Björn Valur.

Setur málið í óvæntan farveg

Hann segir að útspil Jóhönnu setji málið í óvæntan farveg. „Miðað við vægi hennar orða hlýtur að vera viss óvissa um afdrif málsins,“ segir Björn Valur. Hann vísar í umræður um að vísa málinu til annarra þingnefnda og telur að Jóhanna hafi verið að taka undir það með því að segja að málið þurfi meiri tíma. „Ég er ósammála henni. Það er kominn tími til að setja málið á beinu brautina og afgreiða það,“ segir Björn Valur.

Árni Þór segir að meirihluti þingmannanefndarinnar hafi í greinargerð með tillögu sinni svarað þeirri gagnrýni sem fram kom hjá forsætisráðherra á þinginu í dag um andmælarétt og málsmeðferð alla. „Mér finnst skrítið að setja þetta fram með þessum hætti,“ segir hann.

Spurður um hugmyndir Jóhönnu að halda nefndafundi milli umræðna og jafnvel að hafa þá opna segir Árni Þór að umfjöllun um málið í þinginu sé ekki réttarhald. „Þetta er ákvörðun Alþingis um það hvort stefna eigi fyrrverandi ráðherrum fyrir dóm vegna meints brots á lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er ákvörðun sem Alþingi þarf að taka. Það er að mínu mati sérkennilegt ef vísa á þessu máli til annarrar þingnefndar en þeirrar sem hefur fjallað um það mánuðum saman og sett var sérstaklega á fót vegna þess,“ segir Árni Þór Sigurðsson.

Efins um stuðning

Spurður að því hvort hann teldi að þingmeirihluti væri fyrir tillögu um að stefna fyrrverandi ráðherrum fyrir landsdóm segir Björn Valur. „Ég þori ekki að segja til um það hvort meirihluti er fyrir tillögu meirihluta þingmannanefndarinnar eða tillögu Samfylkingarinnar sem gengur skemur, að styðja þetta mál í gegn. Ég er efins um það, eftir daginn,“ segir Björn Valur.

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is
Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

mbl.is tilnefndur

00:01 Morg­un­blaðið og mbl.is eru til­nefnd til blaðamanna­verðlauna fyr­ir árið 2017 en dóm­nefnd á veg­um Blaðamanna­fé­lags Íslands hef­ur birt til­nefn­ing­ar sín­ar til verðlaun­anna sem verða afhent í Hörpu laugardaginn 3. mars. Meira »

Flóð við N1 - myndband

Í gær, 22:38 Vatn flæðir upp á miðjar bensíndælur við N1 í Skógarseli. Vinnuvélar eru á svæðinu og verið er að reyna að fjarlægja ís frá niðurföllum. Meira »

Skoða mál stúlku sem skilin var eftir

Í gær, 21:46 Strætó skoðar nú mál þar sem stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin ein eftir á röngum áfangastað. Ljóst er að pöntunin sem móðir stúlkunnar sendi inn var hárrétt en rangt skráð inn í kerfið af starfsmanni Strætó. Meira »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »
Heimavík
...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
HYUNDAI ix35, 2010
Nýskr. 12/2010, ekinn 99 þ.km, bensín, sjálfsk. 6 gíra, 4x4, góð heilsársdekk, s...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...