Sagður vilja fara til Íslands

Lalit Modi.
Lalit Modi.

Indverskir fjölmiðlar segja í dag, að orðrómur sé á kreiki um að Lalit Modi, fyrrum framkvæmdastjóri indversku úrvalsdeildarinnar í krikket, sem sakaður er um lagabrot í tengslum við viðskipti, muni reyna að fá hæli á Íslandi.

Ef marka má fréttavefinn India Today má rekja þennan orðróm til þess að   eiginkona Modi sé góð vinkona íslensku forsetafrúarinnar, Dorritar Moussaieff. 

Indversk stjórnvöld hafa innkallað vegabréf Modi á þeim grundvelli að hann hafi ekki sinnt fimm dómkvaðningum í rannsókn á máli sem snýr að viðskiptum hans á alþjóðamarkaði. 

Lögmaður Modi segir, í samtali við India Today, að Modi sé í lífshættu á Indlandi og geti því ekki sinnt kvaðningunni.

Frétt India Today

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert